Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:52 Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns Stöð 2/Egill Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs. „Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
„Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37
Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47
Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06