Bretland

Fréttamynd

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Erlent
Fréttamynd

Ed Sheeran hafði betur í Shape of You-máli

Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafði betur í höfundarréttarmáli þar sem hann var sakaður um lagastuld í tengslum við stórsmellinn Shape of You sem hann gaf út árið 2017. Dómur í málinu féll í morgun.

Tónlist
Fréttamynd

Söngvari The Wan­ted látinn 33 ára gamall

Tom Parker, söngvari bresk/írsku drengjasveitarinnar The Wanted lést í dag 33 ára að aldri. Hann greindist með heilaæxli árið 2020 og fór í gegnum langa og stranga krabbameinsmeðferð sem bar ekki árangur.

Tónlist
Fréttamynd

Eig­endur Man Utd í­huga að jafna Old Traf­ford við jörðu

Eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United íhuga nú hvort það sé sniðugast að jafna Old Trafford, heimavöll liðsins, við jörðu og byggja í kjölfarið nýjan völl á sama stað. Stærsta spurningin er hvar liðið ætti að leika heimaleiki sína á meðan framkvæmdum stendur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eldur í háhýsi í Lundúnum

Slökkviliðið í Lundúnum var með mikinn viðbúnað eftir að eldur kom upp í stóru fjölbýlishúsi í borginni í dag. Eldurinn kviknaði á sautjándu hæð hússins í Whitechapel.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa að fram­leiðslu Ná­granna verður hætt í júní

Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni.

Lífið