Lífið

Einn stofnenda The Clash og PiL er látinn

Árni Sæberg skrifar
Keith Levine (t.v.) og John Lydon stofnuðu saman Public Image Ltd.
Keith Levine (t.v.) og John Lydon stofnuðu saman Public Image Ltd. Getty

Gítarleikarinn Keith Levine er látinn, 65 ára að aldri. Hann var einn af þeim sem stofnuðu goðsagnakenndu pönkhljómsveitina The Clash og síðar hljómsveitina Public Image Ltd.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Adam Hammond, rithöfundi og vini Levines, að Levine hafi látist í fær af völdum lifrarkrabbameins. Krabbameinið hafi hrjáð hann undanfarin tvö ár en samt sem áður hafi andlát hans komið á óvart.

Levine stoppaði stutt í The Clash, sem var stofnuð árið 1976, og var þegar hættur þegar hljómsveitin sló í gegn á heimsvísu.

Árið 1978 tók hann höndum saman við þá Jah Wobble og John Lydon, sem hafði verið söngvari Sex Pistols undir sviðsnafninu Johnny Rotten, og stofnaði póst-pönkhljómsveitina Public Image Ltd. The Clash og Sex Pistols eru almennt taldar tvær áhrifamestu hljómsveitirnar innan pönksenunnar.

Þeir Levine og Hammond höfðu nýlokið við að skrifa bók um sögu Public Image Ltd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.