Erlent

Skotar mega ekki kjósa um sjálfstæði aftur án leyfis

Kjartan Kjartansson skrifar
Niðurstaðan er áfall fyrir Nicolu Sturgeon og Skoska þjóðarflokkinn sem stefndu að annarri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði í október á næsta ári.
Niðurstaðan er áfall fyrir Nicolu Sturgeon og Skoska þjóðarflokkinn sem stefndu að annarri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði í október á næsta ári. Vísir/EPA

Æðsti dómstóll Bretlands bannað skosku heimstjórninni að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis breska þingsins í dag. Skoskir þjóðernissinnar vonuðust til þess að kjósa aftur um sjálfstæði á næsta ári.

Breska ríkisstjórnin hefur ítrekað lýst sig andvíga því að Skotar kjósi aftur um sjálfstæði. Meirihluti þeirra hafnaði sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. Þjóðernissinnar telja að forsendur hafi breyst algerlega eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið árið 2016.

Skoski þjóðarflokkurinn er sem stýrir heimastjórninni stefndi á ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta ári. Nicola Sturgeon, oddviti hennar, sagði eftir að dóminn í dag að aðalstefnumál flokksins verði sjálfstæði í næstu þingkosningum sem eiga að fara fram árið 2024, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

„Við verðum og munum finna aðra lýðræðislega og löglega leið í samræmi við stjórnarskrá þannig að skoska þjóðin geti tjáð hug sinn. Að mínu mati getur það aðeins gerst með kosningum,“ sagði Sturgeon.

Sagði hún lýðræðið í húfi og hvort Skotar hefðu þann grundvallarrétt að velja sína eigin framtíð.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ríkisstjórn hans virti afdráttarlausa niðurstöðu hæstaréttar landsins.

Skoðanakannanir benda til þess að Skotar séu klofnir í afstöðu sinni til sjálfstæðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×