Bretland

Fréttamynd

Brúðkaupinu frestað

Brúðkaup Karls Bretaprins og Camillu Parker-Bowles hefur verið frestað um einn dag, eða fram á laugardag, vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa sem gerð verður á föstudag. Karl og Camilla ætluðu að ganga í hjónaband á föstudaginn en í stað þess að standa við altari í Bretlandi mun Karl verða viðstaddur útför páfa í Róm.

Lífið