Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi með skilyrðum Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi með skilyrðum Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira