Greiða atkvæði um útgöngusamning May í dag Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 11:23 Stuðningsmaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu með kröfuspjald sem merkt er Breska sjálfstæðisflokknum Ukip. Vísir/EPA Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Breskir þingmenn greiða atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, í dag. Hún segist hafa náð fram „lagalega bindandi“ breytingum á samningnum frá þeirri útgáfu sem þingið hafnaði á afgerandi hátt í janúar. Tilkynnt var í gærkvöldi að May hefði náð samkomulagi við Evrópusambandið um breytingar á írsku baktryggingunni svonefndu. Hún hefur verið sérlega umdeild á meðal breskra þingmanna en henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands og Norður-Írlands. May segir að með breytingunni nú sé komið í veg fyrir að baktryggingin verði varanleg. Með henni yrðu Norður-Írar áfram aðilar að tollabandalagi sambandsins þangað til samið yrðu um varanlega lausn. Samkomulag May nú felur einnig í sér að samið verði um þá lausn fyrir desember árið 2020. Andstaða þingmanna við útgöngusamninginn hefur meðal annars byggst á ótta við að Bretland myndi „festast“ inn í tollabandalaginu ef ekki næðist samkomulag um lausn fyrir Norður-Írland. Umræður í breska þinginu eiga að hefjast klukkan 13:00 í dag. Áður mun lögfræðilegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar leggja fram mat sitt á breytingunum. Hann varaði við hættunni á að baktryggingin yrði varanleg í fyrri útgöngusamningi May. Gangi dagskráin eftir hefjast atkvæðagreiðslur um breytingatillögur klukkan 19:00 í kvöld. Í framhaldinu verða atkvæði greidd um útgöngusamninginn sem slíkan, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. May hefur sagt að felli þingmenn hann verði önnur atkvæðagreiðsla haldin á morgun um hvort þingmenn vilji ganga úr sambandinu án samnings 29. mars. Varað hefur verið við efnahagslegum hamförum verði sú leið farin. Hafni þingmenn útgöngu án samnings verður enn önnur atkvæðagreiðsla haldin, nú um hvort þeir vilji fresta útgöngunni. May hefur sagt að ljóst yrði að vera að slík frestun yrði aðeins til skamms tíma.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. 11. mars 2019 23:28
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49