Bretar verði sjálfir að leysa úr Brexit-þráteflinu Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2019 12:37 Barnier, aðalsamningamaður ESB, ávarpaði Evrópuþingið um stöðu Brexit í dag. Vísir/EPA Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Evrópusambandið getur ekki gengið lengra í að reyna að fá breska þingmenn til að fallast á skilmála um útgöngu Bretlands úr sambandinu, að sögn Michels Barnier, aðalsamningamanns Evrópusambandsins. Útgöngusamningi var hafnað með afgerandi meirihluta á breska þinginu í gær. Aðeins tvær og hálf vika er nú til stefnu þar til Bretland ætlar að ganga úr Evrópusambandinu. Breska þingið greiðir atkvæði um hvort það vilji halda útgöngunni til streitu án samnings í kvöld. Theresa May, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að hún ætli að greiða atkvæði gegn útgöngu án samnings. Barnier segir að hættan á að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafi aldrei verið meiri en nú eftir að breskir þingmenn felldu útgöngusamninginn í gær. Sambandið geti ekki teygt sig lengra í málamiðlun við bresku ríkisstjórnina. „Aftur lýsir neðri deild [breska þingsins] því sem hún vill ekki. Nú er aðeins hægt að leysa þetta þrátefli í Bretlandi,“ sagði Barnier á Evrópuþinginu í dag. Fullyrti hann að samningurinn sem þingmenn höfnuðu í gær sé sá eini sem er í boði.Fella niður tolla komi til útgöngu án samnings Atkvæðagreiðslan í breska þinginu um útgöngu án samnings fer fram klukkan 19:00 í kvöld. Hún varðar aðeins útgöngu án samnings 29. mars. Ef þingið hafnað því og samþykkir að fresta útgöngunni í annarri atkvæðagreiðslu á morgun er þannig ekki útilokað að Bretlandi yfirgæfi Evrópusambandið án samnings síðar á þessu ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ef til útgöngu án samnings kemur í lok mánaðar þá verði tollar felldir niður á nær allar vörur sem fluttar eru til landsins. Ekki verði sett upp tolla- eða landamæraeftirlit á milli Norður-Írlands og Írlands. Velji þingið að fresta útgöngunni þurfa öll aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja að veita Bretum leyfi til þess. Barnier sagði í dag að hann efaðist um tilganginn með því að framlengja viðræður við Breta fram yfir 29. mars, boðaðan útgöngudaginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16 Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Brexit-samningur May felldur aftur Atkvæðagreiðslan var mjög afgerandi en 391 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en 242 greiddu atkvæði með honum. 12. mars 2019 19:16
Enn ein atkvæðagreiðslan um Brexit á breska þinginu Þingmenn á breska þinginu munu síðar í dag greiða atkvæði um hvort koma eigi í veg fyrir að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án nokkurs samnings, eftir að þeir höfnuðu fyrirliggjandi útgöngusamningi Theresu May forsætisráðherra í gærkvöldi. 13. mars 2019 07:44