Cambridge-háskóli afturkallar boð til Jordans Peterson Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2019 12:03 Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Vísir/vilhelm Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Kanadíski sálfræðiprófessorinn, sem þekktur er fyrir sjálfshálparbókina Tólf lífsreglur – mótefni við glundroða (2018) og fyrirlestrana sína á Youtube, kom til Íslands síðasta sumar og hélt fyrirlestur fyrir landsmenn í Hörpu. Til stóð að kanadíski sálfræðiprófessorinn yrði hjá Cambridge-háskóla í haust til að gegna stöðu gestaprófessors við skólann. Peterson sagði við fylgjendur sína á Youtube-rásinni sinni að því fylgdi mikil spenna að hafa fengið boð sem þetta, sér í lagi fyrir einhvern sem væri jafn „akademískt þenkjandi“ og hann sjálfur. Talsmenn háskólans segja að ástæðan fyrir því að boðið hefði verið afturkallað sé vegna þess að Cambridge-háskóli vilji áfram bjóða nemendum upp á umhverfi þar sem allir fái notið sín eða svokallað „inclusive environment“ eins það er kallað á ensku.Hinn virti Cambridge-háskóli á Bretlandseyjum.Vísir/getty„Við ætlumst til þess af starfsfólkinu okkar og gestakennurum að virða reglur okkar og stefnu. Þetta er ekki staður fyrir þá sem ekki geta séð sér fært um að gera það.“ Nemendafélag Cambridge-háskólans sagði í yfirlýsingu: „Okkur var það mikill léttir að heyra að boð Jordans Peterson um að gerast gestakennari við Cambridge-háskóla, hefði verið afturkallað að lokinni nánari athugun. Það er pólitískt í sjálfu sér að tengja nafn háskólans við verk prófessorsins með boði um aðstöðu við skólann. Slíkt veitir fígúrum á borð við Peterson ákveðið lögmæti.“ Nemendafélagið sagði þá einnig að höfundarverk Petersons og hans sjónarmið endurspegluðu ekki að neinu leyti viðhorf nemenda og fræðasamfélagsins. Þvert á móti væru sjónarmið Petersons á skjön við Cambridge-háskóla og nemendafélagið telur að heimsókn Petersons hefði ekki neitt gildi fyrir háskólann.The truth is Cambridge just doesn't have enough sage authoritative white men who believe they know better than everyone else and can tell the world how to run itself. We need to ship them in from outside. — Priyamvada Gopal (@PriyamvadaGopal) March 20, 2019 Dr. Anna Judson, prófessor við háskólann, segir í tísti að hún sé fegin að heyra að boðið hafi verið afturkallað en hún veltir vöngum yfir því hvers vegna honum hafi yfir höfuð staðið til boða að gerast gestakennari við skólann. Annar prófessor við háskólann, Dr. Priyamvada Gopal, segir á sama vettvangi að svo virtist sem að við háskólann væru ekki nógu margir spekingslegir, valdsmannslegir, hvítir karlmenn sem vita betur en allir aðrir. Það þyrfti sækja þá út fyrir landsteinana og flytja þá inn. Bretland England Tengdar fréttir Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26. júní 2018 15:00 Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum. 26. maí 2018 06:00 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Kanadíski sálfræðiprófessorinn, sem þekktur er fyrir sjálfshálparbókina Tólf lífsreglur – mótefni við glundroða (2018) og fyrirlestrana sína á Youtube, kom til Íslands síðasta sumar og hélt fyrirlestur fyrir landsmenn í Hörpu. Til stóð að kanadíski sálfræðiprófessorinn yrði hjá Cambridge-háskóla í haust til að gegna stöðu gestaprófessors við skólann. Peterson sagði við fylgjendur sína á Youtube-rásinni sinni að því fylgdi mikil spenna að hafa fengið boð sem þetta, sér í lagi fyrir einhvern sem væri jafn „akademískt þenkjandi“ og hann sjálfur. Talsmenn háskólans segja að ástæðan fyrir því að boðið hefði verið afturkallað sé vegna þess að Cambridge-háskóli vilji áfram bjóða nemendum upp á umhverfi þar sem allir fái notið sín eða svokallað „inclusive environment“ eins það er kallað á ensku.Hinn virti Cambridge-háskóli á Bretlandseyjum.Vísir/getty„Við ætlumst til þess af starfsfólkinu okkar og gestakennurum að virða reglur okkar og stefnu. Þetta er ekki staður fyrir þá sem ekki geta séð sér fært um að gera það.“ Nemendafélag Cambridge-háskólans sagði í yfirlýsingu: „Okkur var það mikill léttir að heyra að boð Jordans Peterson um að gerast gestakennari við Cambridge-háskóla, hefði verið afturkallað að lokinni nánari athugun. Það er pólitískt í sjálfu sér að tengja nafn háskólans við verk prófessorsins með boði um aðstöðu við skólann. Slíkt veitir fígúrum á borð við Peterson ákveðið lögmæti.“ Nemendafélagið sagði þá einnig að höfundarverk Petersons og hans sjónarmið endurspegluðu ekki að neinu leyti viðhorf nemenda og fræðasamfélagsins. Þvert á móti væru sjónarmið Petersons á skjön við Cambridge-háskóla og nemendafélagið telur að heimsókn Petersons hefði ekki neitt gildi fyrir háskólann.The truth is Cambridge just doesn't have enough sage authoritative white men who believe they know better than everyone else and can tell the world how to run itself. We need to ship them in from outside. — Priyamvada Gopal (@PriyamvadaGopal) March 20, 2019 Dr. Anna Judson, prófessor við háskólann, segir í tísti að hún sé fegin að heyra að boðið hafi verið afturkallað en hún veltir vöngum yfir því hvers vegna honum hafi yfir höfuð staðið til boða að gerast gestakennari við skólann. Annar prófessor við háskólann, Dr. Priyamvada Gopal, segir á sama vettvangi að svo virtist sem að við háskólann væru ekki nógu margir spekingslegir, valdsmannslegir, hvítir karlmenn sem vita betur en allir aðrir. Það þyrfti sækja þá út fyrir landsteinana og flytja þá inn.
Bretland England Tengdar fréttir Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26. júní 2018 15:00 Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum. 26. maí 2018 06:00 Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15 Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Skilaboð Jordan Peterson til Justin Trudeau „mesta rétttrúnaðar þjóðarleiðtoga á jörðinni“ Jordan Peterson segir að Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada þurfi að hugsa til enda hvaða afleiðingar inngrip sín sem forsætisráðherra muni hafa fyrir samfélög frumbyggja í Kanada. Hugsanlega gagnist þau aðeins honum sjálfum en engum öðrum. 26. júní 2018 15:00
Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum. 26. maí 2018 06:00
Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag. 7. júní 2018 10:15
Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli. 5. júní 2018 16:30