Bretland gengur ekki úr ESB í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2019 22:47 Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sammælst um viðbrögð við beiðni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í kvöld að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. Fari svo að samningurinn verði felldur í breska þinginu í næstu viku frestist útgangan til 12. apríl. Hefur Tusk staðfest að May hafi samþykkt skilmálana. Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í morgun og hafa viðræður staðið í allan dag. May greindi frá því í gær að hún hafi formlega beðið um að útgöngunni yrði frestað til 30. júní. Nú er hins vegar ljóst að frestur sá sem ESB býður Bretum er mun styttri. Skýrist það af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 23. til 26. maí. Donald Tusk segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings.EU27 responds to UK requests in a positive spirit and: agrees to Art. 50 extension until 22 May if Withdrawal Agreement approved next week if not agreed next week then extension until 12 April approves ‘Strasbourg Agreement’ continues no-deal preparations — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist May skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af deilum stjórnmálamanna um útgönguna. Þá sagðist forsætisráðherrann ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.LIVE NOW - my remarks following the #EUCO working session on #Brexithttps://t.co/42y3hI5Z8p — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB hafa sammælst um viðbrögð við beiðni Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, um að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í kvöld að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í næstu viku. Fari svo að samningurinn verði felldur í breska þinginu í næstu viku frestist útgangan til 12. apríl. Hefur Tusk staðfest að May hafi samþykkt skilmálana. Leiðtogaráð Evrópusambandsins kom saman til fundar í Brussel í morgun og hafa viðræður staðið í allan dag. May greindi frá því í gær að hún hafi formlega beðið um að útgöngunni yrði frestað til 30. júní. Nú er hins vegar ljóst að frestur sá sem ESB býður Bretum er mun styttri. Skýrist það af því að kosningar til Evrópuþingsins fara fram dagana 23. til 26. maí. Donald Tusk segir í tísti að Evrópusambandið muni halda áfram undirbúningi fyrir því að Bretar yfirgefi sambandið án samnings.EU27 responds to UK requests in a positive spirit and: agrees to Art. 50 extension until 22 May if Withdrawal Agreement approved next week if not agreed next week then extension until 12 April approves ‘Strasbourg Agreement’ continues no-deal preparations — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti í gærkvöldi þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagðist May skilja afstöðu afstöðu almennings sem hafi fengið sig fullsaddan af deilum stjórnmálamanna um útgönguna. Þá sagðist forsætisráðherrann ekki vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þar sem breska þjóðin hafi nú þegar sagt sína skoðun.LIVE NOW - my remarks following the #EUCO working session on #Brexithttps://t.co/42y3hI5Z8p — Donald Tusk (@eucopresident) March 21, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12 Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Gætu boðið Bretum frestun á útgöngu til 22. maí Leiðtogaráð ESB vill ekki fresta útgöngu Bretlands fram yfir kosningar til Evrópuþingsins í maí. 21. mars 2019 18:12
Þingmenn bálreiðir út í May Theresa May forsætisráðherra Breta situr nú undir harðri gagnrýni, ekki síst frá hennar eigin flokksmönnum, eftir ræðu sem hún flutti til bresku þjóðarinnar í gærkvöldi. 21. mars 2019 08:43