Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Skrúfa fyrir valið efni korter í kosningar

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur tilkynnt að ákveðið efni á miðlinum verði ekki aðgengilegt notendum hans í Tyrklandi. Gríðarlega mikilvægar kosningar verða í landinu á morgun en litlu sem engu munar á sitjandi forsetanum Erdogan og keppinauti hans Kemal Kilicdaroglu í skoðanakönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Linda Yaccarino ráðin nýr forstjóri Twitter

Linda Yaccarino er konan sem Elon Musk, eigandi Twitter, hefur ráðið sem forstjóra Twitter. Musk hefur verið starfandi forstjóri fyrirtækisins síðan hann keypti allt hlutafé í því í október í fyrra. Yaccarino mun að sögn Musk hefja störf eftir sex vikur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu

Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. 

Lífið
Fréttamynd

Love Is­land stjarna fékk ó­vænt boð í krýningu Karls

Breska raun­veru­leika­þátta­stjarnan Tasha Ghouri hefur fengið ó­vænt boð um að vera við­stödd há­tíðar­höld vegna krýningu Karls Breta­konungs þann 6. maí næst­komandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.

Lífið
Fréttamynd

Bað Ása um að leysa sig af og kenna rassatíma

Sara Davíðsdóttir, flugfreyja og einkaþjálfari, hefur farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið með óvanalegum beiðnum til unnustans og hlaðvarpsstjórnandans Ásgríms Geirs Logasonar, betur þekktur sem Ási.

Lífið
Fréttamynd

Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin

Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana.

Innlent
Fréttamynd

Ákváðu að fara í allan pakkann

„Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi.

Lífið
Fréttamynd

„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnur ó­sáttar við að vera bendlaðar við Twitter-á­skrift

Samfélagsmiðillinn Twitter heldur áfram að krukka í hvernig hann útdeilir staðfestingamerkjum til notenda sinna. Heimsþekktir einstaklingar sem misstu merkið eftir nýlegar breytingar fengu það skyndilega til baka. Þeir eru ekki allir sáttir þar sem Twitter gefur ranglega í skyn að þeir hafi greitt fyrir þjónustuna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu í sínu lífi

Fyrirsætan Hailey Bieber segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu sem hún hefur upplifað á sínum fullorðinsárum. Ástæðan er neteinelti sem Hailey hefur orðið fyrir vegna drama á milli hennar og söng- og leikkonunnar Selenu Gomez. Eineltið var svo gróft að undanfarna mánuði hefur Hailey meðal annars borist hatursfull skilaboð og morðhótanir.

Lífið
Fréttamynd

Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter

Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs

Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni.

Erlent
Fréttamynd

Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Segir eitt að djamma niðri í bæ en allt annað að djamma á há­lendinu

Ljósmyndarinn Benjamin Hardman heillaðist af Íslandi frá fyrstu heimsókn og var staðráðinn í að flytja hingað, sem hann svo gerði. Hann er hugfanginn af landslaginu og grípur stórbrotin augnablik á filmu í starfi sínu sem ljósmyndari og tökumaður en það er honum afar minnisstætt að hafa heimsótt hálendið í fyrsta skipti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Twitter ekki lengur til sem hlutafélag

Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flutti úlpu­laus til Ís­lands en fann lykilinn að list­sköpunni

Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína.

Menning
Fréttamynd

Fordómar af gáleysi

Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir.

Skoðun
Fréttamynd

Gera ekki lengur greinar­mun á á­skrif­endum og þekktum not­endum

Samfélagsmiðillinn Twitter virðist hafa dregið í land með fyrirhugaðar breytingar á staðfestingarmerkjum á síðunni. Til stóð að svipta þekkta notendur og stofnanir merkinu um mánaðamótin en það virðist að mestu ekki hafa gerst. Þess í stað er ekki lengur hægt að greina á milli þekktra notenda og þeirra sem greiddu áskrift til þess að fá merkið.

Viðskipti erlent