Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2024 14:01 Jón Gnarr segir starf borgarstjóra það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér og hann dauðvorkennir Einari Þorsteinssyni að þurfa að sinna því. Að vera borgarstjóri er ekki níu til fimm starf, þú ert alltaf borgarstjórinn. vísir/vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna. „Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““ Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
„Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““
Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira