Hlær að töfralausnum í dreifingu við of háu kortisóli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:39 Helga Ágústa segir meintar töfralausnir á samfélagsmiðlum algert rugl. Vísir/Bjarni Undanfarna mánuði hafa heilsufarsgúrúar á samfélagsmiðlum kennt of miklu kortisóli um hina ýmsu kvilla, allt frá síþreytu yfir í bólgur í andliti. Lausnina segja þeir í neyslu ýmissa náttúrulyfja. Innkirtlalæknir segir þetta rugl. Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“ Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur borið á því á samfélagsmiðlum að ýmsir heilsukvillar eru tengdir við of mikið magn kortisóls í blóði. Sérstakar svefnstellingar, bólgur í andliti og þroti í kvið eru meðal kvillanna. Lausnirnar eru til dæmis sagðar ákveðnar jógahreyfingar, að sleppa koffíni snemma dags og að borða mat í ákveðinni röð. „Mér finnst þetta náttúrulega bara hlægilegt. Ef maður er með of hátt kortisól af sjúklegum orsökum þá myndu allir læknar heimsins og sjúklingar sem þjást af því fagna því mikið ef það væri bara hægt að klappa sér á kinnarnar og losna við hátt kortisól,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor við Háskóla Íslands og Landspítalann og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Kortisól eykst í líkamanum á nóttunni og nær hámarki klukkan átta svo við komumst fram úr á morgnanna og getum sinnt okkar daglegu störfum. Það minnkar svo hægt og rólega yfir daginn og nær lágmarki fyrir nóttina svo við getum sofið. „Við eigum að hækka í kortisóli við allt álag - ef við erum veik eða undir miklu andlegu álagi í vinnunni eða það er streita á okkur líkamlega - þá á það að hækka,“ segir Helga Ágústa. „Kortisól er eitt af streituhormónunum okkar, við lifum ekki án þess.“ Staðreyndin er sú að meðal einkenna sjúklega hás kortisóls er sannarlega bóla í andliti, eða svokallað moon-face. Lausnirnar eru alls ekki jafn einfaldar og haldið er fram á samfélagsmiðlum. Slíkt ástand er einnig mjög sjaldgæft. „Það fjallar yfirleitt um að það er fyrirferð í heiladinglinum eða nýrnahettunni, sem getur þó legið annars staðar, sem við þurfum að fjarlægja með skurðaðgerð. Það er ekki gert með því að banka á kinnarnar á sér.“
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira