Heilbrigðismál

Fréttamynd

Telja líkur á manns­látum vegna undir­mönnunar

Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Innlent
Fréttamynd

Ímyndið ykkur sorg þessa barns

Hugsið ykkur lítið barn sem fær ekki sömu heilbrigðisþjónustu og önnur börn, heilbrigðisþjónustu sem myndi bæði bæta heilsu þessa barns og sjálfstraust.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta fólk á að vera í há­sæti á nýjum spítala“

Öldrunarfordómar eru eitt stærsta vandamál í öldrunarþjónustu hér á landi, að mati öldrunarlæknis. Úr sér gengið húsnæði sé ein birtingarmynd þessara fordóma, sem komið hafi skýrt fram þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp á Landakoti í haust.

Innlent
Fréttamynd

Læknir braut lög með því að senda ófríska konu úr landi

Landlæknir hefur úrskurðað um að læknir á vegum Útlendingastofnunar hafi brotið lög og reglur með útgáfu vottorðs um að albönsk kona sem gengin var 36 vikur á leið mætti fara í flug. Þetta segir lögmaður albönsku konunnar sem mun taka málið lengra.

Innlent
Fréttamynd

Hvers eiga veikir að gjalda?

Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi.

Skoðun
Fréttamynd

Rot­högg ríkis­stjórnarinnar á heil­brigðis­kerfið

Jæja, þar kom að því. Með samstilltu átaki sínu tókst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar að stöðva starfsemi sérfræðinga í Domus Medica. Það er eitthvað sem meiri háttar áföllum og erfiðleikum, þar með talið hruninu 2008, tókst ekki að gera.

Skoðun
Fréttamynd

Domus Medica hættir rekstri í árslok

Framkvæmdastjóri Domus Medica hf. segir að rekstri heilbrigðismiðstöðvarinnar við Egilsgötu verði hætt um áramót og segir „íslenskt ráðherraræði“ vera að fara illa með lýðræðið.

Innlent
Fréttamynd

Hljóp berrössuð milli bæja

Í síðustu viku dreymdi mig að ég hlypi allsnakin hér um sveitina og næstu sveitir og bankaði á hvers manns dyr en enginn kom til dyra. Nú veit ég hvernig skuli ráða þennan draum. Ég hef opinberað fyrir alþjóð mín innstu heilbrigðismál; það þarf talsvert að ganga á svo kona geri það. Mín persóna er þó að sjálfsögðu aukaatriði í stóra samhenginu en stundum þarf að tengja raunveruleikann við manneskju, ekki bara excel-skjal og reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur

Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum?

Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er ekki með neina eftirsjá“

„Til þess að njóta góðu stundanna verðum við að eiga erfiðar stundir,“ segir Ellen Helga Steingrímsdóttir. Ellen greindist með þriðja stigs brjóstakrabbamein í febrúar á þessu ári og er nú í krabbameinsmeðferð.

Lífið
Fréttamynd

Þurfa að hand­vinna gögn úr leg­háls­sýna­tökum

Tæknilegir erfiðleikar við úrvinnslu leghálssýna hafa orðið til þess að biðtími eftir niðurstöðum úr leghálssýnatöku hefur lengst talsvert frá því að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við verkefninu. Forstjóri heilsugæslunnar segir að ekki verði hægt að laga þetta fyrr en á síðari hluta þessa árs.

Innlent
Fréttamynd

Þau sem láta verkin tala

Hér með hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að mæta í prófkjör og kjósa Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í 1. sæti. Af mörgu góðu sem hann hefur áorkað í ráðherratíð sinni vil ég leyfa mér að fullyrða að það sem að neðan greinir sé það almerkilegasta sem hann hefur gert og sem á eftir að bera ávöxt til allrar framtíðar fyrir allt mannkynið.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­lista­stjóri ríkisins

Undir þessari ríkisstjórn hefur opinberum störfum fjölgað um 8000 eða um tvö þúsund störf á ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ef árangurinn væri sjáanlegur hjá ríkinu í formi betri þjónustu og öflugri velferð væri vart hægt að mæla því mót.

Skoðun
Fréttamynd

Heilsugæslan horfir til framtíðar í samvinnu við Hvidovre

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst síðar á þessu ári bjóða konum upp á að taka sjálfar leghálssýni. Þetta er sagt munu verða gert í samvinnu við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins en enn er óljóst hver mun sinna umræddum rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvaði rannsókn sem kvensjúkdómalæknir óskaði eftir

Bryndís Sigurðardóttir segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti sín við Kristján Oddsson, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir Kristján hafa hafnað því að láta rannsaka leghálssýni sem kvensjúkdómalæknir hennar tók fyrr í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Veikindarétt barna þurfi að lögfesta

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys.

Lífið
Fréttamynd

Segir styttingu vinnu­vikunnar bjarnar­greiða

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri.

Innlent
Fréttamynd

Beina nú sjónum að reykjandi krabbameinssjúklingum

Í dag er tóbaksvarnardagurinn og þar sem reykingar ungmenna hafa nær þurrkast út á síðustu áratugum beinir Krabbameinsfélagið nú sjónum sínum að eldra fólki, þar á meðal krabbameinssjúklingum, sem eiga erfitt með að hætta að reykja.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt um þverbak!

Frá því ég fyrst tók sæti í stjórn ADHD samtakanna fyrir áratug hefur ýmislegt breyst og margt til hins betra.

Skoðun
Fréttamynd

Bilun í lyfja­gátt setur starf­semi apó­teka í upp­nám

Gátt hvert lyfseðlar eru sendir áður en lyf eru afgreidd í apótekum hefur að mestum hluta legið niðri frá því fyrir hádegi í dag. Lyfsali hjá Lyfju segir einn og einn lyfseðil komast í gegn, en margir viðskiptavinir hafi farið fýluferð eftir lyfjum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Guð­­mundur Felix hnyklar vöðvann í fyrsta skipti

Guð­mundur Felix Grétars­son hreyfði í dag upp­hand­leggs­vöðva sinn í fyrsta skipti eftir að hann missti hendurnar árið 1998. Tauga­endar í hand­leggjunum sem hann fékk grædda á sig í byrjun árs hafa vaxið mun hraðar en gert var ráð fyrir í fyrstu.

Innlent