PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 07:44 Mikið álag var á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þegar mest lét í faraldrinum. Landspítali/Þorkell Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12