PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 14. júní 2022 07:44 Mikið álag var á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans þegar mest lét í faraldrinum. Landspítali/Þorkell Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins en þar segir að Landspítalinn keypt veirugreiningartæki og mikið magn af hvarfefnum sem notuð voru við greiningar á sýnum. Fyrirtækið er í eigu feðgina sem hafa lagt til að þau greiði sér allt að 750 milljónir króna í arð eftir seinasta ár. Framlegð félagsins nam 2.155 milljónum króna af 4.250 milljóna króna veltu sem samsvarar tæpum 50 prósentum. Þótti nauðsynlegt að fá tækin til að auka afkastagetu Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið fékk frá Landspítalanum fóru innkaupin frá Lyru fram án útboðs og er vísað til undanþága í lögum um opinber innkaup vegna þess neyðarástands sem faraldurinn hafi skapað. Þótti spítalinn nauðsynlegt að fá tækin og efnin því greiningageta fyrir Covid-sýni hafi verið sprungin. Ítrekað var fjallað um takmarkaða afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í faraldrinum og þurfti Íslensk erfðagreining reglulega að hlaupa undir bagga til að tryggja PCR-greiningu innanlands- og landamærasýna. Síðan þá hefur deildin bætt tækjakost sinn en framleiðendur greiningartækja og hvarfefna áttu um tíma erfitt með að anna eftirspurn á heimsvísu þegar faraldurinn skall á. Fram kemur í ársreikningi Lyru að hagnaður eftir tekjuskatt hafi verið 1.564 milljónir króna í fyrra. Þar segir jafnframt að meginstarfsemi félagsins sé fólgin í heildverslun með lyf og tæki fyrir heilbrigðisþjónustu. Framkvæmdastjóri félagsins og aðaleigandi með 66,68% hlut er Höskuldur H. Höskuldsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36 „Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Nýtt Covid-greiningartæki verði loks klárt í febrúar Nýtt greiningartæki Landspítala, sem á meðal annars að nýtast við greiningar á Covid-19, hefur enn ekki verið tekið í notkun. Tækið var keypt síðasta sumar og stóðu þá vonir til að það yrði tekið í gagnið í nóvember, en nú standa hins vegar vonir til að það verði í febrúar. 7. janúar 2021 07:36
„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“ Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14. desember 2020 13:12