Útskrifaði sig sjálfur með svæsna kálbögglaeitrun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2022 18:16 Guðjón Friðriksson fékk staðfestingu á alvarlegu ástandi á bráðamóttökunni, þökk sé kalbögglum frá 1944. samsett Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, greinir frá því á Facebook í dag að bið hans eftir heilbrigðisþjónustu á bráðamóttökunni í Fossvogi hafi verið svo löng að hann hafi endað með því að útskrifa sig sjálfur. „Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Þarna fékk ég staðfestingu á því af eigin raun hversu alvarlegt ástandið er á Bráðadeildinni því þarna þurfti ég að dúsa illa haldin næstu klukkutíma án þess að vera sinnt frekar,“ skrifar Guðjón en segir starfsmenn bráðamóttökunnar hafa verið afskaplega elskulega þó þeir hafi ekki getað gefið nein svör um hvenær honum gæti verið sinnt. Örþrifaráð í fjarveru eiginkonunnar Guðjón segir ástæðu heimsóknarinnar hafa verið matareitrun sem hafi herjað á hann eftir að hafa snætt kálböggla frá 1944. Eiginkona hans, Hildur Kjartansdóttir, hafi verið í bókaklúbbi og hann hafi því gripið til þessa ráðs. „Það voru kálbögglar sem áttu að vera góðir til 18.júní. Stuttu eftir að máltíð var lokið fékk ég ákafa kviðverki sem voru svo harðir að ég neyddist til að hringja í Hildi og kom hún strax heim. Niðurstaðan var sú að hringt var á sjúkrabíl og ég fluttur upp á Bráðadeild Landspíalans.“ Var Guðjóni komið fyrir á gangi ásamt mörgum öðrum. „Á öllum göngum lá eða sat fólk sem var í svipuðum aðstæðum og ég og biðstofan frammi var full af fólki. Þegar komið var fram undir miðnætti og ég sá jafnvel fram á að þurfa að bíða þarna alla nóttina var þolinmæði mín á þrotum. Ég útskrifaði mig sjálfur án þess að fá nokkra þjónustu.“ Ófremdarástand „Mér skilst að fólk geti beðið þarna í 12 tíma eða lengur. Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. „Það þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum, endurskipuleggja og setja meira fjármagn inn. Fólk á bara að fá áhættuþóknun eða aukin laun fyrir að vinna þarna.“ Nýverið sögðu fjórir hjúkrunarfræðingar upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. „Ég gat bara ekki beðið lengur og fór heim. Ég hafði síðan samand við heimilislækni sem taldi allar líkur á því að þetta hafi verið matareitrun.“ Hildur hafi reynt að hafa samband við gæðastjóra Sláturfélags Suðurlands, sem framleiði 1944 réttinda en án árangurs. „Henni var þá tjáð að lögð yrðu skilaboð til hans um að hringja í hana. Hann hefur ekki hringt enn og finnst mér það lélegt af þessu stóra fyrirtæki – í raun forkastanlegt. En víst er um það að bið verður á að ég fái mér 1944-rétt aftur,“ segir Guðjón að lokum í færslu sinni á Facebook.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01