Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 19:36 Vísir/Vilhelm Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi að frumkvæði ráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Ástæðan er sú alvarlega staða sem uppi er innan bráðaþjónustunnar en í tilkynningunni segir ennfremur að orsakir þessarar slæmu stöðu séu margþættar en þyngst vegi skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru samhæfing aðgerða og þétting samstarfs aðila innan heilbrigðiskerfisins, aukinn stuðningur við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og þá á að auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðu þar. Þá á að efla starfsemi bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnunum Suðurnesja, Suðurlands og Vesturlands meðal annars með úrlestri mynd- og blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala. Einnig er tekið fram að bæta eigi ferla Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans. Hluti af því verkefni er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem þungum áhyggjum var lýst af mönnun fagfólks á Landspítala. Þar segir að starfsfólk vanti í nær allar fagstéttir sem hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þá var skorað á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt væri að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæsla Tengdar fréttir Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi að frumkvæði ráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Ástæðan er sú alvarlega staða sem uppi er innan bráðaþjónustunnar en í tilkynningunni segir ennfremur að orsakir þessarar slæmu stöðu séu margþættar en þyngst vegi skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru samhæfing aðgerða og þétting samstarfs aðila innan heilbrigðiskerfisins, aukinn stuðningur við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og þá á að auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðu þar. Þá á að efla starfsemi bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnunum Suðurnesja, Suðurlands og Vesturlands meðal annars með úrlestri mynd- og blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala. Einnig er tekið fram að bæta eigi ferla Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans. Hluti af því verkefni er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem þungum áhyggjum var lýst af mönnun fagfólks á Landspítala. Þar segir að starfsfólk vanti í nær allar fagstéttir sem hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þá var skorað á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt væri að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæsla Tengdar fréttir Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51