Vígvöllurinn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 4. júní 2022 19:01 Heilbrigðissérfræðingar Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eða Vígvallarins eins og ég kalla staðinn, hafa hrópað og kallað á hjálp núna í lengri tíma. Þar sem enginn hefur hlustað á þá, eru margir þeirra að gefast upp á því neyðarástandi sem þar hefur ríkt. Landsmenn þurfa að vakna og svara kalli þeirra. Ég tel að það sé fátt mikilvægra í lífi Íslendings í dag. Þetta ástand setur okkur öll í hættu. Þess vegna vill ég bjóða landsmönnum að taka þátt í samstöðufundum á Austurvelli í sumar fyrir Bráðamóttökuna þar sem við lýsum því yfir að við styðjum það fallega og göfuga starf sem sérfræðingarnir sem þar starfa sinna, að halda uppi heilsu þjóðarinnar. Sá stuðningur verður að fela í sér kröfu um breytingar til batnaðar á Bráðamóttökunni, ekki bara fyrir sérfræðingana, heldur fyrir landsmenn alla. Því þetta er ein af grunnundirstoðum samfélagsins, sem má ekki trassa við að sinna af alúð. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Lausnin er ekki að skamma heilbrigðisstarfsfólk sem býr við erfitt ástand. Lausnin er að við krefjumst þess að Fjármálaráðuneytið fjármagni fyrirtaks þjónustu á bráðamóttökunni, fyrir elsku níræðu konuna sem liggur þar döpur á ganginum í dag, á gangi ekki á herbergi með næði, bíðandi klukkutímunum saman eftir aðstoð. Við eigum líka að krefjast fyrirtaks þjónustu fyrir alla aðra sem koma til okkar. Við höfum einfaldlega ekki um annað að velja fyrir samfélagið okkar á Íslandi. Hugmyndafræðilegur tilgangur heilbrigðisþjónustu er að hjálpa náunganum, og líka sérfræðingum heilbrigðisstéttarinnar sem hafa unnið lengi á bráðamóttökunni og annars staðar á Landspítalanum. Þeir þurfa líka okkar hjálp. Við verðum að gera betur og fjármagna miklu betur opinbera heilbrigðiskerfið okkar, sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, sem sat í ráðgjafarhóp fyrir greiningarskýrslu á stöðu spítalans sem gerð var af alþjóðlegum hópi sérfræðinga á vegum McKinsey, segir reyndar fullreynt að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í Fjármálaráðuneytinu geri nokkuð af því sem þarf til að leysa málið. En Fjármálaráðherra ber samt sem áður völdin í fjármögnun opinberra verkefna og því verðum við, almenningur landsins, að beina kröfum okkar þangað til að fjármagna öfluga, ríkisrekna Bráðamóttöku, þá sem við þurfum. Magnús segir einnig í samhengi við þetta mikilvæga mál að margfalda þurfi framlög ríkisins til heimaþjónustu eldri borgara sem myndi létta álagi á Bráðamóttökuna. Að mínu viti þarf það því einnig að vera krafa í þessum efnum. Og heimaþjónustan þarf að vera fyrirtaks en ekki hálfkák fyrir okkar háttvirtu eldri borgara landsins. Magnús bendir á að spítalinn sé troðfullur og að rúmanýting á Bráðamóttökunni sé oft vel yfir 100% en í eðlilegum aðstæðum á sjúkrahúsi sé rúmanýting ekki meiri en 85%. Soffía Steingrímsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Bráðamóttökunni, sagði upp störfum í vikunni og segir að ástandið þar sé að versna sífellt en að hún voni að ástandið lagist því að hún elski starfið og vilji hvergi annars staðar vera. Staðreyndin er að sérfræðingar Bráðamóttökunnar fara stundum eða oft með nagandi samviskubit eftir vaktir vegna þeirrar stöðu að geta ekki sinnt veiku fólki á skjótum tíma því álagið er of mikið, mönnunin of lítil, aðstaðan ekki nógu góð og í hjúkrun og aðhlynningu þá þarf að sinna hverjum skjólstæðingi af alúð. Það gefur svo mikið tilbaka til heilbrigðisstarfsfólks að geta veitt því fyrirtaks þjónustu og það þekki ég frá störfum mínum sem verkamaður í aðhlynningu á líknardeild Landakots síðastliðinn vetur þar sem ég var í þeirri stöðu að geta einmitt veitt fyrirtaks þjónustu og fékk miklar þakkir fyrir það frá deyjandi fólki. Þetta er sá raunveruleiki sem heilbrigðisstarfsfólk býr við og þegar veikt fólk er látið bíða og þjást vegna vanrækslu stjórnvalda þá hefur það mikil áhrif á starfsfólk á borð við hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri ef ekki er hægt að gefa sér eðlilegan tíma í þjónustu fyrir hvern og einn vegna ómannlegs álags. Sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu vilja veita fyrirtaks þjónustu og að eiga kost á fyrirtaks aðstöðu til þess. Það er eðlileg og heilbrigð krafa. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttöku, segir að staðan sé afleiðing langvarandi vanrækslu í fjármögnun heilbrigðiskerfisins og skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, þá sérstaklega fyrir hjúkrunarfræðinga, leitt til þess að núna sé heilbrigðiskerfið allt að glíma við verulegan mönnunarvanda. Það sé gríðarleg mannekla nú til staðar. Útgjöld til heilbrigðismála á mann í dag eru miklu lægri en hjá hinum Norðurlöndunum. Hjalti segir að staðan á Bráðamóttökunni sé ógn við öryggi sjúklinga. Aftur beinast því sjónir að Fjármálaráðuneytinu. Aðstoðarrektor við Háskóla Íslands segir frá nýlegri reynslu sinni af Bráðamóttökunni þar sem hún hafi horft á grátandi og verkjað fólk bíða á biðstofunni eftir þjónustu tímunum saman og liðið hafi yfir tvo karlmenn á biðstofunni. Bráðamóttakan stendur varla undir nafni sínu í dag vegna þess að veikt fólk þarf að bíða lengi eftir þjónustu. Við þurfum neyðaráætlun án tafar og það er krafan. Við verðum að bjóða Fjármálaráðherra til fundar og útskýra fyrir honum þessi atriði, mikilvægi þess að fjármagna opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Hann hefur lykilinn að ríkissjóði og þjóðin þarf á opinberri fjármögnun ríkisins að halda fyrir Bráðamóttökuna og aðra þætti sem haldast að í þessum efnum svosem varðandi fjármögnun heimaþjónustu og uppbyggingu legurýma fyrir sjúklinga. Það er ekki í boði að snúa umræðunni á hvolf eða fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar að benda á hvorn annan. Við þurfum aðgerðir sem færa opinberu heilbrigðisþjónustu Landspítalans upp á það stig að vera fyrirtaks. Að sögn Heilbrigðisráðherra er verið að bregðast við stöðunni með því að fjölga hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum á Landakoti, Reykjalundi og Árborg. Það sem kemur ekki fram í þeirri yfirlýsingu er hversu vel þær aðgerðir ná utan um vandann eða hvort þær geri það nógu skjótt. Við megum ekki við því að missa okkar sérhæfða fólk af Bráðamóttökunni en ef ekkert gerist á næstu mánuðum fer þá fjöldi uppsagna þeirra í gegn. Þess vegna verðum við að fjölmenna á Austurvelli með kröfur okkar um fyrirtaks opinbert heilbrigðiskerfi og mig langar að bjóða þér með. Höfundur er verkamaður á Bráðamóttökunni og á Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðissérfræðingar Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eða Vígvallarins eins og ég kalla staðinn, hafa hrópað og kallað á hjálp núna í lengri tíma. Þar sem enginn hefur hlustað á þá, eru margir þeirra að gefast upp á því neyðarástandi sem þar hefur ríkt. Landsmenn þurfa að vakna og svara kalli þeirra. Ég tel að það sé fátt mikilvægra í lífi Íslendings í dag. Þetta ástand setur okkur öll í hættu. Þess vegna vill ég bjóða landsmönnum að taka þátt í samstöðufundum á Austurvelli í sumar fyrir Bráðamóttökuna þar sem við lýsum því yfir að við styðjum það fallega og göfuga starf sem sérfræðingarnir sem þar starfa sinna, að halda uppi heilsu þjóðarinnar. Sá stuðningur verður að fela í sér kröfu um breytingar til batnaðar á Bráðamóttökunni, ekki bara fyrir sérfræðingana, heldur fyrir landsmenn alla. Því þetta er ein af grunnundirstoðum samfélagsins, sem má ekki trassa við að sinna af alúð. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Lausnin er ekki að skamma heilbrigðisstarfsfólk sem býr við erfitt ástand. Lausnin er að við krefjumst þess að Fjármálaráðuneytið fjármagni fyrirtaks þjónustu á bráðamóttökunni, fyrir elsku níræðu konuna sem liggur þar döpur á ganginum í dag, á gangi ekki á herbergi með næði, bíðandi klukkutímunum saman eftir aðstoð. Við eigum líka að krefjast fyrirtaks þjónustu fyrir alla aðra sem koma til okkar. Við höfum einfaldlega ekki um annað að velja fyrir samfélagið okkar á Íslandi. Hugmyndafræðilegur tilgangur heilbrigðisþjónustu er að hjálpa náunganum, og líka sérfræðingum heilbrigðisstéttarinnar sem hafa unnið lengi á bráðamóttökunni og annars staðar á Landspítalanum. Þeir þurfa líka okkar hjálp. Við verðum að gera betur og fjármagna miklu betur opinbera heilbrigðiskerfið okkar, sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, sem sat í ráðgjafarhóp fyrir greiningarskýrslu á stöðu spítalans sem gerð var af alþjóðlegum hópi sérfræðinga á vegum McKinsey, segir reyndar fullreynt að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í Fjármálaráðuneytinu geri nokkuð af því sem þarf til að leysa málið. En Fjármálaráðherra ber samt sem áður völdin í fjármögnun opinberra verkefna og því verðum við, almenningur landsins, að beina kröfum okkar þangað til að fjármagna öfluga, ríkisrekna Bráðamóttöku, þá sem við þurfum. Magnús segir einnig í samhengi við þetta mikilvæga mál að margfalda þurfi framlög ríkisins til heimaþjónustu eldri borgara sem myndi létta álagi á Bráðamóttökuna. Að mínu viti þarf það því einnig að vera krafa í þessum efnum. Og heimaþjónustan þarf að vera fyrirtaks en ekki hálfkák fyrir okkar háttvirtu eldri borgara landsins. Magnús bendir á að spítalinn sé troðfullur og að rúmanýting á Bráðamóttökunni sé oft vel yfir 100% en í eðlilegum aðstæðum á sjúkrahúsi sé rúmanýting ekki meiri en 85%. Soffía Steingrímsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Bráðamóttökunni, sagði upp störfum í vikunni og segir að ástandið þar sé að versna sífellt en að hún voni að ástandið lagist því að hún elski starfið og vilji hvergi annars staðar vera. Staðreyndin er að sérfræðingar Bráðamóttökunnar fara stundum eða oft með nagandi samviskubit eftir vaktir vegna þeirrar stöðu að geta ekki sinnt veiku fólki á skjótum tíma því álagið er of mikið, mönnunin of lítil, aðstaðan ekki nógu góð og í hjúkrun og aðhlynningu þá þarf að sinna hverjum skjólstæðingi af alúð. Það gefur svo mikið tilbaka til heilbrigðisstarfsfólks að geta veitt því fyrirtaks þjónustu og það þekki ég frá störfum mínum sem verkamaður í aðhlynningu á líknardeild Landakots síðastliðinn vetur þar sem ég var í þeirri stöðu að geta einmitt veitt fyrirtaks þjónustu og fékk miklar þakkir fyrir það frá deyjandi fólki. Þetta er sá raunveruleiki sem heilbrigðisstarfsfólk býr við og þegar veikt fólk er látið bíða og þjást vegna vanrækslu stjórnvalda þá hefur það mikil áhrif á starfsfólk á borð við hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri ef ekki er hægt að gefa sér eðlilegan tíma í þjónustu fyrir hvern og einn vegna ómannlegs álags. Sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu vilja veita fyrirtaks þjónustu og að eiga kost á fyrirtaks aðstöðu til þess. Það er eðlileg og heilbrigð krafa. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttöku, segir að staðan sé afleiðing langvarandi vanrækslu í fjármögnun heilbrigðiskerfisins og skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, þá sérstaklega fyrir hjúkrunarfræðinga, leitt til þess að núna sé heilbrigðiskerfið allt að glíma við verulegan mönnunarvanda. Það sé gríðarleg mannekla nú til staðar. Útgjöld til heilbrigðismála á mann í dag eru miklu lægri en hjá hinum Norðurlöndunum. Hjalti segir að staðan á Bráðamóttökunni sé ógn við öryggi sjúklinga. Aftur beinast því sjónir að Fjármálaráðuneytinu. Aðstoðarrektor við Háskóla Íslands segir frá nýlegri reynslu sinni af Bráðamóttökunni þar sem hún hafi horft á grátandi og verkjað fólk bíða á biðstofunni eftir þjónustu tímunum saman og liðið hafi yfir tvo karlmenn á biðstofunni. Bráðamóttakan stendur varla undir nafni sínu í dag vegna þess að veikt fólk þarf að bíða lengi eftir þjónustu. Við þurfum neyðaráætlun án tafar og það er krafan. Við verðum að bjóða Fjármálaráðherra til fundar og útskýra fyrir honum þessi atriði, mikilvægi þess að fjármagna opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Hann hefur lykilinn að ríkissjóði og þjóðin þarf á opinberri fjármögnun ríkisins að halda fyrir Bráðamóttökuna og aðra þætti sem haldast að í þessum efnum svosem varðandi fjármögnun heimaþjónustu og uppbyggingu legurýma fyrir sjúklinga. Það er ekki í boði að snúa umræðunni á hvolf eða fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar að benda á hvorn annan. Við þurfum aðgerðir sem færa opinberu heilbrigðisþjónustu Landspítalans upp á það stig að vera fyrirtaks. Að sögn Heilbrigðisráðherra er verið að bregðast við stöðunni með því að fjölga hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum á Landakoti, Reykjalundi og Árborg. Það sem kemur ekki fram í þeirri yfirlýsingu er hversu vel þær aðgerðir ná utan um vandann eða hvort þær geri það nógu skjótt. Við megum ekki við því að missa okkar sérhæfða fólk af Bráðamóttökunni en ef ekkert gerist á næstu mánuðum fer þá fjöldi uppsagna þeirra í gegn. Þess vegna verðum við að fjölmenna á Austurvelli með kröfur okkar um fyrirtaks opinbert heilbrigðiskerfi og mig langar að bjóða þér með. Höfundur er verkamaður á Bráðamóttökunni og á Landspítala við Hringbraut.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun