Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júní 2022 12:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag. Fyrstu tveir einstaklingarnir greindust þann 8. júní og um helgina greindist þriðji einstaklingurinn. Um er að ræða karlmenn sem höfðu verið á ferðalagi um Evrópu en engin tengsl eru þó á milli þess sem greindist um helgina og þeirra sem greindust í síðustu viku. „Þetta er bara svona eins og við bjuggumst við, ég á svo sem ekki von á neinni sprengju en við verðum að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir aðspurður um stöðu mála. Mennirnir eru ekki alvarlega veikir að sögn Þórólfs og telur hann ólíklegt að þeir verði það, þó að það geti tekið nokkrar vikur fyrir sýkinguna til að ganga sitt skeið. Enn sem komið er hefur enginn verið sendur í smitgát út frá tilfellunum, þar sem smitrakning sýndi ekki fram á sérstaklega náin tengsl við neinn. „Það er lagt mat á hversu mikil útsetning hefur verið og hvort að það þurfi að setja fólk í smitgát, en samgangurinn þarf að vera töluvert mikill til þess að það sé gert,“ segir Þórólfur. Þó að hann geri ekki ráð fyrir útbreiddum faraldri segir Þórólfur viðbúið að fleiri tilfelli komi upp á næstunni, helst hjá einstaklingum sem hafa tengsl við útlönd og þá aðallega Evrópu, en erfitt er að spá fyrir um það. „Ég held að við verðum bara að sjá og áfram að hvetja fólk sem er með einkenni, blöðrur á húð og sérstaklega blöðrur á kynfærum, og kannski fólk sem hefur líka verið erlendis og í skyndikynnum þar, að endilega gera vart við sig og fá greiningu,“ segir Þórólfur. Binda vonir við niðurstöður frá Svíþjóð í vikunni Eftir að fyrstu tvö tilfellin greindust hér á landi með skyndi- og PCR prófi var ákveðið að senda þau til Svíþjóðar til að staðfesta án alls vafa að um apabólusmit væri að ræða. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, segir þær niðurstöður ekki enn liggja fyrir. „Af því að þetta er veira sem er flokkuð í hópi með sýkingavöldum sem að geta verið mikilvægar í hernaði þá eru alveg ótrúlega strangar reglur og mikil pappírsvinna í kringum allar sendingar á sýnum, þannig þetta er ekki enn þá farið út frá okkur,“ segir Guðrún. Vonandi verði þó hægt að senda sýnin út í dag og niðurstaða því mögulega legið fyrir á næstu dögum, mögulega fyrir helgi. Ef þau sýni reynast jákvæð er ólíklegt að þriðja sýnið verði sent út. „Við kannski bara metum það bara svolítið þegar þar að kemur. En af því að ef það eru dæmigerð einkenni, hraðprófið er jákvætt og PCR prófið er jákvætt, þá er þetta nokkuð öruggt,“ segir Guðrún. Verið er að þróa PCR sýnin hér á landi frekar en hægt er að fá niðurstöðu hér á landi innan nokkurra klukkustunda. Guðrún segir þau treysta sínum aðferðum nokkuð vel og gætu þau tekið við nokkrum fjölda sýna daglega. Hún á þó ekki von á því að sýnafjöldinn verði mikill, hvað þá í samanburði við Covid. „Þetta er svo miklu minna smitandi og það hefur svo mikið að segja að fólk passar sig. Þannig það er líklegt að það komi eitt og eitt tilfelli en það er mjög ólíklegt að þetta verði einhver faraldur innanlands,“ segir Guðrún. „Við höfum ekki áhyggjur af því að við eigum ekki eftir að ráða við að greina öll sýnin sem berast.“ Apabóla Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. 9. júní 2022 20:22 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Fyrstu tveir einstaklingarnir greindust þann 8. júní og um helgina greindist þriðji einstaklingurinn. Um er að ræða karlmenn sem höfðu verið á ferðalagi um Evrópu en engin tengsl eru þó á milli þess sem greindist um helgina og þeirra sem greindust í síðustu viku. „Þetta er bara svona eins og við bjuggumst við, ég á svo sem ekki von á neinni sprengju en við verðum að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir aðspurður um stöðu mála. Mennirnir eru ekki alvarlega veikir að sögn Þórólfs og telur hann ólíklegt að þeir verði það, þó að það geti tekið nokkrar vikur fyrir sýkinguna til að ganga sitt skeið. Enn sem komið er hefur enginn verið sendur í smitgát út frá tilfellunum, þar sem smitrakning sýndi ekki fram á sérstaklega náin tengsl við neinn. „Það er lagt mat á hversu mikil útsetning hefur verið og hvort að það þurfi að setja fólk í smitgát, en samgangurinn þarf að vera töluvert mikill til þess að það sé gert,“ segir Þórólfur. Þó að hann geri ekki ráð fyrir útbreiddum faraldri segir Þórólfur viðbúið að fleiri tilfelli komi upp á næstunni, helst hjá einstaklingum sem hafa tengsl við útlönd og þá aðallega Evrópu, en erfitt er að spá fyrir um það. „Ég held að við verðum bara að sjá og áfram að hvetja fólk sem er með einkenni, blöðrur á húð og sérstaklega blöðrur á kynfærum, og kannski fólk sem hefur líka verið erlendis og í skyndikynnum þar, að endilega gera vart við sig og fá greiningu,“ segir Þórólfur. Binda vonir við niðurstöður frá Svíþjóð í vikunni Eftir að fyrstu tvö tilfellin greindust hér á landi með skyndi- og PCR prófi var ákveðið að senda þau til Svíþjóðar til að staðfesta án alls vafa að um apabólusmit væri að ræða. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, segir þær niðurstöður ekki enn liggja fyrir. „Af því að þetta er veira sem er flokkuð í hópi með sýkingavöldum sem að geta verið mikilvægar í hernaði þá eru alveg ótrúlega strangar reglur og mikil pappírsvinna í kringum allar sendingar á sýnum, þannig þetta er ekki enn þá farið út frá okkur,“ segir Guðrún. Vonandi verði þó hægt að senda sýnin út í dag og niðurstaða því mögulega legið fyrir á næstu dögum, mögulega fyrir helgi. Ef þau sýni reynast jákvæð er ólíklegt að þriðja sýnið verði sent út. „Við kannski bara metum það bara svolítið þegar þar að kemur. En af því að ef það eru dæmigerð einkenni, hraðprófið er jákvætt og PCR prófið er jákvætt, þá er þetta nokkuð öruggt,“ segir Guðrún. Verið er að þróa PCR sýnin hér á landi frekar en hægt er að fá niðurstöðu hér á landi innan nokkurra klukkustunda. Guðrún segir þau treysta sínum aðferðum nokkuð vel og gætu þau tekið við nokkrum fjölda sýna daglega. Hún á þó ekki von á því að sýnafjöldinn verði mikill, hvað þá í samanburði við Covid. „Þetta er svo miklu minna smitandi og það hefur svo mikið að segja að fólk passar sig. Þannig það er líklegt að það komi eitt og eitt tilfelli en það er mjög ólíklegt að þetta verði einhver faraldur innanlands,“ segir Guðrún. „Við höfum ekki áhyggjur af því að við eigum ekki eftir að ráða við að greina öll sýnin sem berast.“
Apabóla Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01 Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. 9. júní 2022 20:22 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Apabóla nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur Apabóla er nú skilgreind sem tilkynningarskyldur sjúkdómur eftir að heilbrigðisráðherra gerði breytingu á reglugerð um skýrslugerð vegna sóttvarna. 10. júní 2022 12:01
Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. 9. júní 2022 20:22
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11