Börn og uppeldi

Fréttamynd

Um­­­boðs­­maður barna krefst svara um nýtt náms­mat

Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti.

Innlent
Fréttamynd

Margt sem kann að skýra fjölgun til­kynninga til barnaverndar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna.

Innlent
Fréttamynd

Færa börnin eftir að skemmdir í leik­skólanum komu í ljós

Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“

Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af auknu of­beldi, á­hættu­hegðun og vopna­burði barna

Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar er meðal þess sem kann að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Þróunin sé mikið áhyggjuefni sem tilefni sé til að rannsaka betur.

Innlent
Fréttamynd

Tví­eggja tækni: Hvernig má nýta staf­ræna tækni í kennslu?

Ef skólakerfið hefur ekki skýra stefnu um hvernig stafræn tækni er nýtt í kennslu, getur það takmarkað tækifæri nemenda til að þróa nauðsynlega hæfni. Stafræn hæfni felur í sér meira en bara að geta notað tölvur; hún inniheldur einnig hæfni til að leita upplýsinga, greina gögn, búa til stafrænt efni og skilja stafrænt öryggi.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fé­lagið þurfi á börnum að halda

Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum.

Innlent
Fréttamynd

Frjó­semi á Ís­landi aldrei verið minni en í fyrra

Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður.

Innlent
Fréttamynd

„Væri ekki að fara ef ekki væri fyrir góð­vild fólks“

Tinna Rúnarsdóttir, sem ættleidd var frá Sri Lanka fyrir fjörutíu árum, er á leið út á vit ættingja sinna. Hún hóf leit að blóðforeldrum sínum fyrr á árinu en við hana kom í ljós að móðir hennar hefði verið myrt fyrir meira en tuttugu árum. Tinna er atvinnulaus fjögurra barna móðir og hefur því sett af stað söfnun vegna ferðarinnar. Hún þakkar allan stuðninginn sem hún hefur þegar fengið. 

Innlent
Fréttamynd

Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veð­mála­starf­semi“

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður.

Innlent
Fréttamynd

„Hann er full­kominn eins og hann er“

„Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska.

Lífið
Fréttamynd

Gen og glæpir

Í íslensku samfélagi hefur verið aukin áhersla á að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Ein leið til að ná þessum markmiðum er að styrkja siðferðiskennd og samkennd ungmenna með aðferðum sem byggja á kenningu um aðstæðumótað atferli (Situational Action Theory, SAT) og skilningi á erfðauppeldi (epigenetics).

Skoðun
Fréttamynd

„Rasísk“ um­mæli foreldrafulltrúa vekja reiði í­búa

Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans.

Innlent
Fréttamynd

Snjallsímar og geð­veiki meðal barna og ung­linga

Fyrr á þessu ári kom út bók eftir bandaríska sálfræðinginn Jonathan Haidt sem heitir The anxious generation: How the great rewiring of childhood is causing an epidemic of mental illness. Á íslensku gæti hún kallast Kvíðna kynslóðin: Hvernig róttæk umbreyting bernskunnar veldur faraldri geðrænna sjúkdóma. Útgefendur eru Penguin Press í Bandaríkjunum og Allen Lane á Bretlandi. Bókin er 374 blaðsíður að lengd. Ítarefni og viðbætur má finna á vefsíðunni anxiousgeneration.com.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­skyldan í önd­vegi í Ölfusi

Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel.

Skoðun
Fréttamynd

Vill gera smokkinn sexí aftur

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskólans í Reykjavík segir áríðandi að gera smokka sexí aftur. Auk þess þurfi að tryggja betra aðgengi að þeim. Í gær var greint frá því að fjölgun hefði orðið í greiningum kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir segir það mögulega tengjast minni notkun smokksins og breyttri kynhegðun ungs fólks.

Innlent
Fréttamynd

Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi í­búa

Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá

Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun.

Skoðun
Fréttamynd

Gert að eyða gjafa­sæði vegna mis­taka við merkingu

Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. 

Erlent
Fréttamynd

„Pabbi er að senda þér skila­boð og mamma vill fá að sjá hvað stendur“

Börnum á aldrinum 3 til 17 ára sem eiga foreldra sem hafa skilið stendur nú til boða nýtt úrræði á netinu þar sem þau geta fræðst um skilnað og áhrif þess á líf þeirra og tilfinningar. Um er að ræða 28 áfanga á netinu sem eru sérsniðin að aldri og flokkuð eftir þemum. Fjallað er um söknuð, samsettar fjölskyldur, hvernig eigi að bregðast við þegar foreldrar rífast, tilfinningar og réttindi barna.

Innlent
Fréttamynd

„Nötur­legt“ ef Barna­sátt­málinn grípur ekki Yazan

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans.

Innlent
Fréttamynd

Yazan vísað úr landi eftir Verslunar­manna­helgi

Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 

Innlent
Fréttamynd

Klámáhorf barna enn að dragast saman

Þrír af hverjum fjórum strákum í framhaldsskóla hafa horft á klám. Hlutfall stelpna er nokkru lægra eða 41 prósent. Lægra hlutfall bæði stráka og stelpa á unglingastigi og á framhaldsskólaaldri segjast hafa horft á klám nú en 2021.

Innlent