Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2025 08:20 Það er afstaða Framsóknar að með tilmælunum sé of langt gengið í afskiptum af einkalífi fjölskyldna. Getty Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að vísa tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins vegna tilmæla borgarinnar um barnaafmæli til umsagnar mannréttindaskrifstofu. Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“ Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Tilmælin rötuðu í fjölmiðla í október síðastliðnum eftir umræðu á samfélagsmiðlum en hefur verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár. Þar er mælt gegn því að skipa í afmælishópa út frá kyni og hvatt til að haldin séu bekkjarafmæli eða bekkjum skipt í afmælishópa. Magnea Gná Jóhannsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Mannréttindaráði, lagði til á fundi 16. október síðastliðinn að tilmælin yrðu endurskoðuð. Umfjöllun um málið var frestað en tillagan tekin aftur til umfjöllunar á fundi ráðsins í síðustu viku. Í tillögunni segir að Framsóknarflokkurinn telji það ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að setja einhliða reglur um það hverjum megi eða eigi að bjóða í barnaafmæli. Með slíkum reglum sé gengið of langt í afskiptum af einkalífi fjölskyldna og þær séu til þess fallnar að skapa togstreitu milli skóla og heimila. „Þess í stað ættu leiðbeiningar borgarinnar að vera almenns eðlis og miða að því að hvetja foreldra, kennara og börn til að ræða þessi mál saman. Eðlilegt er að kennarar ræði afmælisboð við foreldra umsjónarnemenda sinna á fyrsta foreldrafundi hvers skólaárs og fari yfir mikilvægi þess að ekkert barn upplifi sig skilið útundan. Í þeim samtölum er einnig mikilvægt að ræða breytur sem geta haft áhrif, svo sem kyn, kynhneigð, fötlun, fjárhagslega stöðu foreldra og uppruna,“ segir í tillögunni. Sem fyrr segir samþykkti ráðið að vísa tillögu Framsóknarflokksins til umsagnar mannréttindaskrifstofu, sem gaf út tilmælin. Þá bókuðu fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands eftirfarandi: „Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.“
Reykjavík Börn og uppeldi Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira