Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. nóvember 2025 10:57 Helga Arnardóttir ræddi við gríðarlegan fjölda fólks sem hafði verið rangfeðrað í vinnu sinni fyrir Blóðbönd. Þættirnir hafi verið eitt erfiðasta verkefnið á hennar ferli. Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið að viðtalsþáttunum Blóðböndum undanfarið ár og segir verkefnið það erfiðasta á sínum ferli. Þættirnir fjalla um fólk sem uppgötvar á fullorðinsaldri að það hefur verið rangfeðrað. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var oft á árum áður. Blóðbönd koma inn á veituna Sýn+ í dag en þættirnir eru í heildina sex talsins. Blaðamaður heyrði hljóðið í Helgu til að forvitnast út í þættina sem hafa verið rúmlega ár í bígerð. „Ég hef allan minn blaðamannaferil haft mikinn áhuga á þessum málaflokki en ekki fundið vettvang til að gera þessu nægileg skil. Ég tók viðtöl um þessi málefni í Kastljósi á sínum tíma en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að gera þátt eingöngu um þetta,“ segir Helga. „Hugmyndin að þáttunum er svo tilkomin vegna þess að náinn ættingi minn taldi alltaf að hann væri rangfeðraður en gerði aldrei neitt í því.“ „Skekkja sem þú getur ekki rétt af“ „Þetta er dularfullur málaflokur að því leytinu til að fólk telur sig ekki tilheyra fjölskyldunni sem það fæðist inn í og skynjar eitthvað án þess að vita það með vissu. Það er eitthvað óútskýrt og einhver mystík,“ segir Helga um rangfeðranir. Eða eins og einn viðmælandi Helgu lýsti því: „Það er einhver skekkja sem þú getur ekki rétt af.“ „Það segja allir við mig að þetta sé voða íslenskt en þetta er ekkert íslenskara en hvað annað. Í litlu samfélagi þá er hins vegar erfiðara að komast upp með svona þó margir hafi gert það.“ Þættirnir ganga út á samböndin milli þess sem leitar og þess sem finnst. „Ég er að einblína á fólk sem hefur komist að sínum blóðtengda uppruna og er að skoða samböndin milli þeirra sem finna hvert annað á fullorðinsárum. Hvernig sambönd og blóðbönd hafa áhrif á tengsl og líf fólks,“ segir Helga. Sýnir hve mikil neyð kvenna var Blóðböndin séu mjög sterk en uppeldisforeldrar sem hafa verið góðir við börnin sín eigi jafnsterk tengsl við börnin sín. „En það sem ég hef líka lært af þáttunum er að þetta snýst um neyð kvenna,“ segir Helga. Flest málanna sem Helga kannaði áttu sér stað fyrir 1975 en fyrir það voru fóstureyðingar ekki leyfðar almenningi. Börn hafi því komið undir fyrir þann tíma við allar aðstæður, óháð stétt og stöðu. „Neyð kvenna hefur verið mikil við að bjarga sér, afkomu sinni, börnunum sínum og heiðri sínum. Oft hafa konur gripið til þess ráðs að gera það sem hentar betur fjölskylduhögum en sannleikanum. Þetta er neyð kvenna af ótta við skömm, fordæmingu og útskúfun.“ Fólk hafi rétt á að þekkja foreldra sína Þó það sé ekki markmiðið hafi þættirnir visst forvarnar- og fræðslugildi að sögn Helgu. Það séu nefnilega ekki allir meðvitaðir um að fólk hafi rétt á að leita uppruna síns og geti gert það án þess að leggja fjárhagslega út fyrir því. „Þú getur stefnt fólki gegnum lagaleg úrræði til að fá lífsýni ef þú telur það vera foreldri þitt,“ segir Helga. Leit fólks að foreldrum sínum sé oft strembin og löng. Ein konan sem Helga ræddi við hafði beðið fjóra menn, sem hún grunaði um að vera feður sína, um að gefa sér lífsýni sitt en ekkert gengið. „Hún var hvergi nær með fundinn á föður sínum. Svo tóku bara örlögin yfir og hann eiginlega kom í fangið á henni. Þetta er furðulegt þetta ferli,“ segir Helga. „Fallegasta saga sem ég hef komist í tæri við“ Fyrsti þáttur seríunnar kom sömuleiðis eins og himnasending til Helgu því hún ræddi þar við konu sem hafði heyrt orðróm um að hún væri rangfeðruð. „Hún hafði ekki sinnt því, hafði ekki baklandið eða andlega styrkinn til að sinna því. Á endanum ákvað hún 36 ára að hefja leitina og þá er nafni föður hennar hvíslað að henni,“ segir Helga. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var á árum áður. Fyrsti þátturinn sé gott dæmi um misjöfn viðbrögð við leit fólks að blóðfjölskyldu sinni. „Þar var ekki vel brugðist við hennar leit af aðstandanda og fyrir einstakling sem vill ekki rugga bátnum hefði það verið nóg til að hætta leitinni. En hún lét það ekki hafa áhrif á sig og hélt áfram til að komast í samband við föður sinn.“ Á endanum reyndist ferðalagið þess virði. „Sá þáttur er eiginlega kennsluefni í því hvernig á að leita að sínum blóðtengda ættingja og hvernig á að taka á móti ættingja sem telur viðkomandi vera blóðtengdan sér. Þetta er eiginlega fallegasta saga sem ég hef komist í tæri við. Það eru svo mikil fyrirmyndarviðbrögð og móttökur,“ segir Helga. Ótalmargir vildu ekki ræða sín mál Vinnan við þættina hafi hins vegar verið strembin, fólk veigri sér við að tala um rangfeðranir og skömm einkenni málaflokkinn. „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér á mínum blaðamannaferli og hef ég fjallað um glæpamál, mannshvarfamál og erfið tilfinningaleg mál. Hefði mig grunað hvað þetta yrði erfitt, veit ég ekki hvort ég hefði farið út í þetta,“ segir hún. Við vinnslu þáttanna talaði Helga við gríðarlegan fjölda fólks sem vildi ekki segja sína sögu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar sögur og einstaklinga ég reyndi við. Sumir vildu alls ekki ræða þetta eða þá bara annar hvor einstaklingurinn í sambandinu vildi ræða þetta,“ segir Helga. Kjarni þáttanna er að sögn Helgu að skoða sambönd fólks: „Hvernig er tengingin við foreldri sem hefur ekki alið þig upp en er blóðtengdur þér?“ „Blóðböndin eru næstum því órjúfanleg, þau eru svo sterk. Fólk finnur tengingu við ættmenni sín sem það hefur aldrei hitt en þetta er óútskýranleg tenging sem enginn getur sett í orð,“ segir Helga. Hún segist líka vona að þættirnir opni á þessi viðkvæmu mál, fólk eigi ekki að lifa í skömm vegna rangfeðrana. Fjölskyldumál Sýn Börn og uppeldi Bíó og sjónvarp Blóðbönd Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Blóðbönd koma inn á veituna Sýn+ í dag en þættirnir eru í heildina sex talsins. Blaðamaður heyrði hljóðið í Helgu til að forvitnast út í þættina sem hafa verið rúmlega ár í bígerð. „Ég hef allan minn blaðamannaferil haft mikinn áhuga á þessum málaflokki en ekki fundið vettvang til að gera þessu nægileg skil. Ég tók viðtöl um þessi málefni í Kastljósi á sínum tíma en þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til þess að gera þátt eingöngu um þetta,“ segir Helga. „Hugmyndin að þáttunum er svo tilkomin vegna þess að náinn ættingi minn taldi alltaf að hann væri rangfeðraður en gerði aldrei neitt í því.“ „Skekkja sem þú getur ekki rétt af“ „Þetta er dularfullur málaflokur að því leytinu til að fólk telur sig ekki tilheyra fjölskyldunni sem það fæðist inn í og skynjar eitthvað án þess að vita það með vissu. Það er eitthvað óútskýrt og einhver mystík,“ segir Helga um rangfeðranir. Eða eins og einn viðmælandi Helgu lýsti því: „Það er einhver skekkja sem þú getur ekki rétt af.“ „Það segja allir við mig að þetta sé voða íslenskt en þetta er ekkert íslenskara en hvað annað. Í litlu samfélagi þá er hins vegar erfiðara að komast upp með svona þó margir hafi gert það.“ Þættirnir ganga út á samböndin milli þess sem leitar og þess sem finnst. „Ég er að einblína á fólk sem hefur komist að sínum blóðtengda uppruna og er að skoða samböndin milli þeirra sem finna hvert annað á fullorðinsárum. Hvernig sambönd og blóðbönd hafa áhrif á tengsl og líf fólks,“ segir Helga. Sýnir hve mikil neyð kvenna var Blóðböndin séu mjög sterk en uppeldisforeldrar sem hafa verið góðir við börnin sín eigi jafnsterk tengsl við börnin sín. „En það sem ég hef líka lært af þáttunum er að þetta snýst um neyð kvenna,“ segir Helga. Flest málanna sem Helga kannaði áttu sér stað fyrir 1975 en fyrir það voru fóstureyðingar ekki leyfðar almenningi. Börn hafi því komið undir fyrir þann tíma við allar aðstæður, óháð stétt og stöðu. „Neyð kvenna hefur verið mikil við að bjarga sér, afkomu sinni, börnunum sínum og heiðri sínum. Oft hafa konur gripið til þess ráðs að gera það sem hentar betur fjölskylduhögum en sannleikanum. Þetta er neyð kvenna af ótta við skömm, fordæmingu og útskúfun.“ Fólk hafi rétt á að þekkja foreldra sína Þó það sé ekki markmiðið hafi þættirnir visst forvarnar- og fræðslugildi að sögn Helgu. Það séu nefnilega ekki allir meðvitaðir um að fólk hafi rétt á að leita uppruna síns og geti gert það án þess að leggja fjárhagslega út fyrir því. „Þú getur stefnt fólki gegnum lagaleg úrræði til að fá lífsýni ef þú telur það vera foreldri þitt,“ segir Helga. Leit fólks að foreldrum sínum sé oft strembin og löng. Ein konan sem Helga ræddi við hafði beðið fjóra menn, sem hún grunaði um að vera feður sína, um að gefa sér lífsýni sitt en ekkert gengið. „Hún var hvergi nær með fundinn á föður sínum. Svo tóku bara örlögin yfir og hann eiginlega kom í fangið á henni. Þetta er furðulegt þetta ferli,“ segir Helga. „Fallegasta saga sem ég hef komist í tæri við“ Fyrsti þáttur seríunnar kom sömuleiðis eins og himnasending til Helgu því hún ræddi þar við konu sem hafði heyrt orðróm um að hún væri rangfeðruð. „Hún hafði ekki sinnt því, hafði ekki baklandið eða andlega styrkinn til að sinna því. Á endanum ákvað hún 36 ára að hefja leitina og þá er nafni föður hennar hvíslað að henni,“ segir Helga. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var á árum áður. Fyrsti þátturinn sé gott dæmi um misjöfn viðbrögð við leit fólks að blóðfjölskyldu sinni. „Þar var ekki vel brugðist við hennar leit af aðstandanda og fyrir einstakling sem vill ekki rugga bátnum hefði það verið nóg til að hætta leitinni. En hún lét það ekki hafa áhrif á sig og hélt áfram til að komast í samband við föður sinn.“ Á endanum reyndist ferðalagið þess virði. „Sá þáttur er eiginlega kennsluefni í því hvernig á að leita að sínum blóðtengda ættingja og hvernig á að taka á móti ættingja sem telur viðkomandi vera blóðtengdan sér. Þetta er eiginlega fallegasta saga sem ég hef komist í tæri við. Það eru svo mikil fyrirmyndarviðbrögð og móttökur,“ segir Helga. Ótalmargir vildu ekki ræða sín mál Vinnan við þættina hafi hins vegar verið strembin, fólk veigri sér við að tala um rangfeðranir og skömm einkenni málaflokkinn. „Þetta er erfiðasta verkefni sem ég hef tekið að mér á mínum blaðamannaferli og hef ég fjallað um glæpamál, mannshvarfamál og erfið tilfinningaleg mál. Hefði mig grunað hvað þetta yrði erfitt, veit ég ekki hvort ég hefði farið út í þetta,“ segir hún. Við vinnslu þáttanna talaði Helga við gríðarlegan fjölda fólks sem vildi ekki segja sína sögu. „Ég hef ekki tölu á því hversu margar sögur og einstaklinga ég reyndi við. Sumir vildu alls ekki ræða þetta eða þá bara annar hvor einstaklingurinn í sambandinu vildi ræða þetta,“ segir Helga. Kjarni þáttanna er að sögn Helgu að skoða sambönd fólks: „Hvernig er tengingin við foreldri sem hefur ekki alið þig upp en er blóðtengdur þér?“ „Blóðböndin eru næstum því órjúfanleg, þau eru svo sterk. Fólk finnur tengingu við ættmenni sín sem það hefur aldrei hitt en þetta er óútskýranleg tenging sem enginn getur sett í orð,“ segir Helga. Hún segist líka vona að þættirnir opni á þessi viðkvæmu mál, fólk eigi ekki að lifa í skömm vegna rangfeðrana.
Fjölskyldumál Sýn Börn og uppeldi Bíó og sjónvarp Blóðbönd Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira