Landspítalinn

Fréttamynd

Óbólusett börn meðal útsettra

Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af mögulegri útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður greindist með sjúkdóminn á landspítalanum í gær. Maðurinn fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af mögu­legum mislingafaraldri

Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum

Innlent
Fréttamynd

Mis­lingar greindust á Land­spítalanum

Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Önnuðust krefjandi út­kall á hafi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist krefjandi útkall á haf út í slæmu veðri í gærkvöldi. Óskað var eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna veikinda sem upp komu í togara sem var á veiðum um 20 sjómílur út af Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni sem birt var á Facebook-síðu þeirra í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hver ber kostnaðinn af því að við­halda lækna­stéttinni?

Íslenskir læknanemar erlendis sem sækja í dýrt nám vegna fárra plássa í Háskóla Íslands hafa fengið afar takmarkaðan stuðning frá Landspítala og Menntasjóði. Á sama tíma og nemarnir eru að fást við þessar stóru áskoranir er talað um læknaskort í íslensku heilbrigðiskerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­takar sjá fram á met­ár í út­boðum

Met verður slegið í útboðum verklegra framkvæmda í ár, miðað við þau áform sem kynnt voru á Útboðsþingi í dag. Aðgerðir vegna Grindavíkur gætu þó sett strik í reikninginn en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að frestun stórframkvæmda gæti orðið ein af mótvægisaðgerðunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miklar fram­kvæmdir boðaðar á árinu

Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda. Umfangsmestu útboðin boða Landsvirkjun, Vegagerðin og Nýr Landspítali. Þetta er meðal þess sem fram kemur í greiningu Samtaka iðnaðarins vegna Útboðsþings 2024 sem fram fer í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tómas með ill­kynja æxli

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir, segir að hann hafi frá áramótum verið í rannsóknum vegna æxlis í ristli. Æxlið hafi reynst illkynja.

Innlent
Fréttamynd

Dauðs­fall, fá­lyndi og um­boðs­maður sjúk­linga

Það er ástæða til að lýsa yfir ánægju með það frumkvæði sem Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sýndi í lok síðasta árs með því að biðjast afsökunar á aðkomu spítalans að svonefndu plastbarkamáli og ömurlegum afleiðingum þess.

Skoðun
Fréttamynd

Grímuskyldan felld niður

Farsóttanefnd Landspítala hefur lagt til við forstjóra spítalans að breyta grímuskyldu sem sett var á 4. janúar síðastliðinn í valkvæða grímunotkun.

Innlent
Fréttamynd

Oftar veik síðustu tvö ár en ára­tuginn á undan

Heilsa landsmanna hefur farið versnandi síðustu tvö árin samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup. Í nýjasta þjóðarpúlsi þeirra segir að Íslendingar hafi verið oftar veikir síðustu tvö ár en áratuginn þar á undan.

Innlent
Fréttamynd

Hve­nær drepur maður mann og hve­nær drepur maður ekki mann?

Þessi fleygu orð Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness flugu mér í hug eftir að hafa hlustað á þáttinn Þetta helst á Ruv.is frá 3. janúar sl. Útgangspunktur umfjöllunarinnar er sagður sá að fjalla um stöðu Tómasar Guðbjartssonar við LSH vegna „plastbarkamálsins“.

Skoðun
Fréttamynd

Mygla í Blóðbankanum hafi ekki á­hrif á starf­semi bankans

Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 

Innlent
Fréttamynd

Enn á lífi því kærastan kom snemma heim

Að kvöldi 7. desember árið 2022 tók Arnar Freyr Jónsson þá skyndiákvörðun að taka inn ópíóðalyfið OxyContin. Afleiðingarnar voru þær að hann var einungis hársbreidd frá dauðanum.

Innlent
Fréttamynd

Læknir og lög­maður í hár saman vegna Plast­barka­máls

Sigurður Guðni Guðjónsson, lögmaður ekkju Andemariam Teklesenbet Beyene sem hefur sent Landspítala HS kröfu um bætur henni til handa, og Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild Háskóla Íslands takast á um plastbarkamálið á Facebook-síðu Sigurðar.

Innlent
Fréttamynd

Tómas rýfur þögnina: „Ég er mann­legur“

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina.

Innlent
Fréttamynd

Fólk búið að bíða upp undir ár á spítalanum eftir plássi

Hjúkrunarfræðingur og einn af stjórnendum Landspítalans segir stóran hóp aldraða, sem fastur er á spítalanum vegna skorts á öðrum úrræðum, eiga betra skilið en að vera orðinn eitthvað vandamál á síðustu metrunum. Uggvænlegt sé að engin lausn sé í sjónmáli.

Innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­maðurinn þurfti að sofa á gólfinu

Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

„Á­lag sem við höfum ekki séð áður“

Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar.

Innlent