Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 13:31 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir minnnir á að það þurfi að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV, sérstaklega ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir brýnt að heilbrigðisstarfsfólk hafi lágan þröskuld fyrir að skima fyrir HIV-veirunni. Þá eigi alltaf að prófa fyrir henni ef fólk greinist með kynsjúkdóm. Tvær íslenskar konur greindust nýlega með alnæmi eftir margra mánaða samskipti við lækna vegna alvarlegs heilsubrest þar sem ekki var skimað fyrir slíku smiti Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri grein eftir lækna á Landspítalanum í Læknablaðinu sem benda á að skýra þurfi verklagsreglur um HIV-próf. Fram kemur fram að önnur kvennanna sem greindist með alnæmi hafði farið reglulega í kynsjúkdómapróf, verið greind með kynsjúkdóm en samt hafi ekki verið skimað fyrir veirunni. Konurnar voru svo loks skimaðar fyrir veirunni eftir innlögn á bráðadagdeild Landspítalans þar sem þær lögðust inn vegna mikilla veikinda og greindust þá með alnæmi. Læknarnir benda á í greininni að allir geti smitast af HIV en engin ætti að fá alnæmi. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir afar mikilvægt að greina HIV sem fyrst. „Það er hægt að meðhöndla HIV á lyfjum þannig að það þurfi ekki að leiða til alnæmis eins og fyrst þegar sjúkdómurinn kom fram. Nú er hægt að beita lyfjum og koma í veg fyrir alnæmi en þá þarf fólk að fá meðferð,“ segir Guðrún. „Allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf“ Hún segir að almennt hafi dregið úr meðvitund um HIV-veiruna. „Sjúkdómurinn fékk auðvitað mikla athygli fyrstu árin sem hann kom fram og áður en HIV-lyfin komu á markað. Nú stafar ekki sama ógn af veirunni en á sama tíma megum við ekki gleyma því að þessi sjúkdómur er enn til staðar. Það þarf að muna eftir því að prófa fólk líka fyrir HIV. Sérstaklega ef það greinist með annan kynsjúkdóm. Þá mætti alveg segja að allir ættu að fara einhvern tíma í HIV-próf,“ segir Guðrún. Samkvæmt farsóttaskýrslum sóttvarnalæknis greindust 39 einstaklingar með HIV hér á landi árið 2022 og 44 í fyrra. Alls greindust fjórir með alnæmi á tímabilinu. „Þetta er áfram að greinast þannig að það er full ástæða til að slaka ekki á í vörnum. Fólk ætti líka nota smokkinn og huga að því með hverjum það er og fara sjálft í próf ef það grunar að það gæti verið smitað,“ segir Guðrún að lokum. Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira