Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. desember 2024 14:02 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, sat í kjarnahóp starfshóps um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun. vísir/Arnar Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum. Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“ Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn í september í fyrra og var honum falið að semja stefnu í skaðaminnkun og leggja til aðgerðaráætlun sem byggir á henni. Svala Ragnheiðar Jóhannesdóttir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun, segir skýrsluna byggja á víðtæku samráði og marka tímamót. Í henni eru fimmtán tillögur að aðgerðum. Meðal annars er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefni um nýja lyfjameðferð við ópíóíðafíkn fyrir fólk með langvarandi og alvarlegan fíknivanda. „Þannig að það verði notuð mögulega ný lyf og að mögulega verði fólki leyft að nota lyfin á annars konar hátt. Það hefur verið mikil umræða, bæði frá notendum og samtökum, um að það þurfi að koma á laggirnar sértækari viðhaldsmeðferð fyrir veikasta hópinn okkar. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að þetta sé ein af tillögunum.“ Hópurinn telur líklega tugi einstaklinga sem hafa ekki svarað hefðbundnari meðferðum og eru í brýnni neyð. Úrræði sem þetta hefur meðal annars verið í umræðunni eftir að Árni Tómas Ragnarsson, gigtarlæknir, var sviptur leyfi til að ávísa tilteknum lyfjum en þá hafði hann verið að skrifa út morfínlyf fyrir fólk með alvarlegan vanda með skaðaminnkun að leiðarljósi. „Þetta eru einstaklingar sem eru kannski á þeim stað að geta ekki eða vilja ekki hætta að nota vímuefni í æð eða reykja ópíóíðalyf. Þetta er hópur sem er að glíma við mjög fjölbreyttan vanda. Er með alvarlegan félagslegan vanda, þungan fíknivanda og oft miklar heilbrigðisþarfir og því þarf bara mjög sértæka lyfjameðferð fyrir þennan hóp og samþætta félags- og heilbrigðisaðstoð,“ segir Svala. „Þessar lyfjameðferðir hafa verið starfræktar um allan heim og hafa gefið mjög góðan árangur og því er gríðarlega mikilvægt að við förum að þróa slíka meðferð hér heima.“ Skýrsla starfshópsins er nú í samráðsgátt en í henni er lagt til að Landspítala verði falið að undirbúa og hefja tilraunaverkefnið og byggja á reynslu og þekkingu þeirra landa sem hafa þróað sambærilega meðferð.vísir/Vilhelm Landspítala er falið að útfæra úrræðið í samvinnu við nokkra samstarfsaðila. Svala bendir á aðstæður einstaklinga í hópnum séu misjafnar og að úrræðið þurfi að taka mið af því. „Það þarf að huga að hópnum sem á sérstaklega erfitt með að sækja sér þjónustu á ákveðnum stað og mögulega þyrfti að nota einhverja færanlega lyfjameðferð fyrir þann hóp. Og einnig eins og hefur verið mjög ríkt erlendis, að fólk mæti í ákveðið þjónustuúrræði og fær þar lyfið og notar það á staðnum.“ Aðgerðirnar eru ekki tímasettar en Svala bindur vonir við að ný ríkisstjórn samþykki stefnuna í þingsályktun. „Þingið þarf að ákveða hvaða tillögur eigi að fara í, hvernig eigi að forgangsraða þeim og fjármögnun. Það eru tillögur þarna sem er hægt að vinna hratt en aðrar þurfa lengri tíma og ákveðið fjármagn með.“
Fíkn Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira