Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2024 15:58 Valtýr Thors er yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum. Vísir/Arnar Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30