Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 20:46 Sögulega margir leituðu á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa í síðustu viku. Vísir Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent