Trúmál

Fréttamynd

Fardagar sóknargjalda

Íslenska ríkið borgar trúfélögum og lífsskoðunarfélögum sóknargjöld eftir fjölda fólks sem er skráð í viðkomandi félag fyrsta desember árið á undan. Nú er fyrsti desember á morgun. Vitið þið hvar þið eruð skráð? Eruð þið alveg viss? Ég spyr, því það skiptir máli – ríkið mun úthluta meira en tíuþúsundkalli á mann á næsta ári eftir skráningunni á morgun.

Skoðun
Fréttamynd

Á meðal þeirra sem við þjónum

Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg.

Skoðun
Fréttamynd

Allt sem þú vissir ekki um sóknar­gjöld

Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Siðmenntar fæ ég mjög reglulega sömu spurningarnar aftur og aftur um sóknargjöld og eðli þeirra. Þá rekst ég einnig ítrekað á sömu mýturnar um þau í umræðunni. Nú þegar 1. desember er handan við hornið, uppgjörsdagur sóknargjalda, datt mér í hug að reyna að tækla þessar spurningar og mýtur allar í eitt skipti fyrir öll.

Skoðun
Fréttamynd

Að sá efa­semdar­fræjum í um­ræðunni til að af­vega­leiða hana

Áður en lengra er haldið vil ég þakka Pétri G. Markan, biskupsritara, kærlega fyrir grein hans, „Gögnin liggja fyrir”, sem hann birti í kjölfarið á minni grein um sama efni, en það er nokkuð óvanalegt að kirkjunnar fólk sé tilbúið að taka svona opna og hreinskipta umræðu um kirkjujarðasamkomulagið og forsendur þess.

Skoðun
Fréttamynd

For­réttinda­blind kirkja í bata

Þjóðkirkjan hefur verið forréttindastofnun í samfélaginu í yfir 1000 ár. Ekki að það sé með öllu slæmt, saga kirkju og þjóðar er samofin, kirkjan gegnir enn mikilvægu menningarlegu hlutverki og leggur sig fram um að þjóna öllum sem til kirkjunnar leita, óháð lífssýn.

Skoðun
Fréttamynd

Leggja til veru­lega fækkun presta á lands­byggðinni

Tillaga um fækkun stöðugilda presta hjá Þjóðkirkjunni um 10,5 verður lögð fyrir kirkjuþing sem fram fer í um helgina og í byrjun næstu viku. Flest stöðugildin sem lagt er til að verði aflögð eru á landsbyggðinni. Samkvæmt tillögum verða stöðugildi presta á landinu þá alls 134,7 og fækkar þeim um 10,5.

Innlent
Fréttamynd

Fundu sverð krossfara á hafsbotni við Ísrael

Áhugakafari fann sverð sem er talið hafa tilheyrt riddara sem tók þátt í einni krossfaranna fyrir um 900 árum undan ströndum norðanverðs Ísraels um helgina. Sverðið er sagt í nær fullkomnu ástandi þrátt fyrir að það hafið verið hjúpað sjávarlífverum.

Erlent
Fréttamynd

Á þriðja hundrað þúsund börn mis­notuð af kaþólskum prestum

Um það bil 216 þúsund börn hafa verið mis­notuð af kaþólskum prestum í Frakk­landi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar mis­notkun af hálfu annarra með­lima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niður­staða nýrrar rann­sóknar­skýrslu sem birt var í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fækkaði um þrjá í þjóðkirkjunni

Alls voru 229.714 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna þann 1. september síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands. Hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um þrjá einstaklinga frá 1. desember.

Innlent
Fréttamynd

Blessaður leigu­­samningurinn veiti heimild fyrir merkingunum

For­maður Flokks fólksins kannast ekkert við að sóknar­nefnd Grafar­vogs­kirkju sé ó­sátt með merkingar flokksins á kirkjunni og við hana. Hún telur skýra heimild fyrir merkingunum í leigu­samningi milli flokksins og kirkjunnar en flokkurinn leigir kjallara hennar undir skrif­stofur sínar.

Innlent
Fréttamynd

Grafarvogskirkja merkt Flokki fólksins

Sóknarnefnd Grafarvogskirkju ætlar að fara fram á að Flokkur fólksins fjarlægi áberandi merkingar sínar úr gluggum kjallara kirkjunnar sem hann leigir undir skrifstofur sínar. Sóknarprestur segir flokkinn eins og hvern annan leigjanda sem komi kirkjunni ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Fólk yfirleitt sterkara en það heldur

„Sumir einstaklingar hafa ákveðinn þroska og þrautseigju og ákveðið lífsviðhorf líka sem vinna með þeim þannig að fólk kemst í gegnum ótrúlegustu aðstæður sem maður getur ekki einu sinni ímyndað sér,“ segir Séra Vigfús Bjarni, fyrrum sjúkrahússprestur í hlaðvarpinu 24/7.

Lífið
Fréttamynd

Jónas Þórir Þórisson er látinn

Jónas Þórir Þórisson kristniboði lést á Landspítalanum sunnudaginn 8. ágúst, 77 ára að aldri. Jónas starfaði sem kristniboði í Eþíópíu ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Ingvarsdóttur, á árunum 1973 til 1987.

Innlent
Fréttamynd

Enn fækkar í þjóðkirkjunni

Samkvæmt nýjustu tölum Þjóðskrár fækkaði meðlimum Þjóðkirkjunnar um 75 á tímabilinu 1. desember 2020 - 1. júlí 2021. Ásatrúarfélagið bætti við sig flestum meðlimum.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka kirkju­bruna á landi frumbyggja

Tvær kaþólskar kirkjur brunnu til grunna á landi frumbyggja í Bresku-Kólumbíu í Kanada í gærmorgun. Lögregla á svæðinu segir brunana til rannsóknar en talið er líklegt að eitthvað misjafnt hafi leitt til eldanna.

Erlent
Fréttamynd

Vilja setja Biden út af sakramentinu vegna þungunarrofs

Bandarískir biskupar kaþólsku kirkjunnar virtu vilja páfa að vettugi þegar þeir samþykktu tillögu sem gæti leitt til þess að Joe Biden forseta yrði neitað um fá að ganga til altaris í messu vegna þess að hann styður rétt kvenna til meðgöngurofs. Íhaldsmönnum innan kirkjunnar vex nú ásmegin vestanhafs.

Erlent