Hallærislegt að kirkjan spili sig sem fórnarlamb Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:03 Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar gagnrýnir jólaprédikun biskups harðlega. Aðsend Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni í gær að þöggun ríkti um Guð. Ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Hún gerði heimsóknir skólabarna í kirkjur á jólunum meðal annars að umtalsefni. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vakti athygli á orðum biskups í færslu á Twitter. Hún sagði óviðeigandi að biskup spilaði sig sem fórnarlamb, gulli skrýdd á háum launum. Í samtali við fréttastofu segir Inga Auðbjörg að henni þyki þetta hallærislegt. Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022 „Náttúrulega bara rangt“ „Þau eru í mikilli forréttindastöðu og fá alveg ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Og þannig geta þau haldið ákveðinni einokunarstöðu á alls konar þjónustuþáttum. Þannig að mér finnst ekki í lagi að hún spili sig sem eitthvað fórnarlamb, það er náttúrulega bara rangt að það sé verið að þagga niður Guð kristinna manna, það er engin þöggun í gangi varðandi hann.“ Hún segir að Þjóðkirkjan fái 80 klukkutíma trúboð í Ríkisútvarpinu, eitthvað sem önnur lífsskoðunarfélög - kristin eða veraldleg - fái ekki. Þöggunin sé nákvæmlega ekki nein. „Það er bara viðspyrna í gangi. Ég held að það sé mjög greinilegt að kirkjan haldi að hún sé að ná einhverjum botni og geti spyrnt svona í botninn. Þau eru komin undir 60 prósent í fyrsta skipti. Ég held að kirkjan finni það að hún sé ekki lengur eins „relevant“ í íslensku samfélagi og ætlar að reyna að spyrna í botninn. En í staðinn fyrir að gera það með því að reyna að vera relevant þá gerir hún það með því að væla yfir hlutskipti sínu,“ segir Inga Auðbjörg. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni í gær að þöggun ríkti um Guð. Ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Hún gerði heimsóknir skólabarna í kirkjur á jólunum meðal annars að umtalsefni. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vakti athygli á orðum biskups í færslu á Twitter. Hún sagði óviðeigandi að biskup spilaði sig sem fórnarlamb, gulli skrýdd á háum launum. Í samtali við fréttastofu segir Inga Auðbjörg að henni þyki þetta hallærislegt. Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022 „Náttúrulega bara rangt“ „Þau eru í mikilli forréttindastöðu og fá alveg ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Og þannig geta þau haldið ákveðinni einokunarstöðu á alls konar þjónustuþáttum. Þannig að mér finnst ekki í lagi að hún spili sig sem eitthvað fórnarlamb, það er náttúrulega bara rangt að það sé verið að þagga niður Guð kristinna manna, það er engin þöggun í gangi varðandi hann.“ Hún segir að Þjóðkirkjan fái 80 klukkutíma trúboð í Ríkisútvarpinu, eitthvað sem önnur lífsskoðunarfélög - kristin eða veraldleg - fái ekki. Þöggunin sé nákvæmlega ekki nein. „Það er bara viðspyrna í gangi. Ég held að það sé mjög greinilegt að kirkjan haldi að hún sé að ná einhverjum botni og geti spyrnt svona í botninn. Þau eru komin undir 60 prósent í fyrsta skipti. Ég held að kirkjan finni það að hún sé ekki lengur eins „relevant“ í íslensku samfélagi og ætlar að reyna að spyrna í botninn. En í staðinn fyrir að gera það með því að reyna að vera relevant þá gerir hún það með því að væla yfir hlutskipti sínu,“ segir Inga Auðbjörg.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26