Kardinálinn George Pell er látinn Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 07:41 Hinn ástralski George Pell var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. EPA Hinn umdeildi ástralski kardináli, George Pell, lést í Rómarborg á Ítalíu í gærkvöldi, 81 árs að aldri. Hann var á sínum tíma sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum en síðar sýknaður. Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023 Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Mál Pell skók bæði kaþólsku kirkjuna og Ástralíu. Hann hafði áður gegnt embætti fjármálaráðherra Páfagarðs og var um tíma einn nánasti efnahagslegi ráðgjafi Frans páfa. Þá var hann háttsettasti maður innan kaþólsku kirkjunnar í Ástralíu. Dómstóll í Ástralíu dæmdi árið 2019 Pell í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum. Hæstiréttur landsins sýknaði Pell í málinu ári síðar og var honum þá sleppt úr fangelsi. Talsmenn kaþólsku kirkjunnar segja að hann hafi látist af völdum hjartaveikinda í kjölfar mjaðmaaðgerðar sem hann hafði gengist undir. Pell kardináli hafði gegnt stöðu erkibiskups í bæði Melbourne og Sydney áður en hann varð einn af nánustu samstarfsmönnum páfa í Páfagarði. Hann var fenginn til Páfagarðs árið 2014 til að taka til í fjármálum Páfagarðs og var af mörgum lýst sem þriðja háttsettasta manninum innan kaþólsku kirkjunnar á þeim tíma. Hann lét af störfum árið 2017 og sneri þá aftur til Ástralíu eftir að hafa verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum á þeim tíma er hann gegndi stöðu erkibiskups í Melbourne á tíunda áratugnum. Pell hélt ávallt fram sakleysi sínu í málinu og sat inni í þrettán mánuði áður en honum var sleppt þegar Hæstiréttur Ástralíu sneri við dómnum. Sérstök rannsóknarnefnd komst að því árið 2020 að Pell hafi vitað um kynferðisbrot presta gegn börnum á áttunda áratugnum en ekki gripið til aðgerða vegna þeirra. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ljóst að andlát Pell sé mörgum mikið áfall. Þá segir Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, að Pell hafi verið „dýrðlingur okkar tíma“, veitt mönnum mikinn innblástur og að hann hafi þurft að sæta „nútímakrossfestingu“. Abbott er sjálfur kaþólskur. Vale, Cardinal George Pell AC pic.twitter.com/DaSUNso9Lj— Tony Abbott (@HonTonyAbbott) January 11, 2023
Andlát Ástralía Páfagarður Trúmál Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36 Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55 Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Pell kardináli sýknaður af ákæru um barnaníð Dómstóllinn sneri þar með við dómi, en kardinálinn hafði áður verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í Melbourne á tíunda áratugnum. 7. apríl 2020 06:36
Kardináli í sex ára fangelsi fyrir barnaníð Ástralski kardinálinn George Pell var í gærkvöldi dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að misnota tvo ástralska drengi kynferðislega. 13. mars 2019 07:55
Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Skýrsla upp úr fimm ára rannsókn ástralskrar rannsóknarnefndar birtist í gær. Hún sýnir fram á að alvarlegum brotum hafi verið leyft að viðgangast innan helstu samfélagsstofnana Ástralíu. 16. desember 2017 07:00