Fjölmiðlar

Fréttamynd

Urðu fyrir þrýstingi stjórnmálamanna

Stjórnmálamenn reyndu ítrekað að hafa áhrif á fréttaflutning fréttastofu Stöðvar 2 á fyrstu árum stöðvarinnar. Ráðherrar beittu sér fyrir því að einstakir fréttamenn yrðu reknir fyrir óþægilegan fréttaflutning. 

Innlent
Fréttamynd

Nýr og spennandi fréttavefur

Stúdentar og aðrir flykkjast á student.is sem er fréttavefur þar sem fjallað er um háskólalífið frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Vefurinn er hluti af lokaverkefni Díönu Daggar Víglundsdóttur meistarnema í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Jón Bjarki: Upptakan sýnir að Reynir er tvísaga

Upptaka sem spiluð var í Kastsljósi í kvöld sýnir að Reynir Traustason, ritstjóri DV, er tvísaga, að mati Jóns Bjarka Magnússonar fyrrum blaðamanns DV. ,,Reynir heldur því fram í dag að ég sé að bulla að það hafi engir aðilar hafi reynt að stoppa fréttina en upptakan sýnir að þetta var ekki þannig." Það sé greinilegt að Reynir sé tvísaga.

Innlent
Fréttamynd

Þórhallur óttast ekki málsókn Reynis

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins og ritstjóri Kastljóss, segist ekki óttast hugsanlega málsókn Reynis Traustasonar, ritstjóra DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld. Upptakan átti brýnt erindi til almennings, að mati Þórhalls.

Innlent
Fréttamynd

Íhugar málsókn gegn RÚV og fyrrum blaðamanni DV

Reynir Traustason, annar af ritstjórum DV, segist vera að íhuga réttarstöðu sína gagnvart Ríkissjónvarpinu og Jóni Bjarka Magnússyni, fyrrum blaðamanni á DV, í kjölfar þess að einkasamtal Reynis og Jóns var birt í Kastljósi fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Reynir: Vorum grátbeðnir um að birta fréttina ekki

Reynir Traustason, einn af ritstjórum DV, segir að ritstjórn blaðsins hafi verið grátbeðinn um að birta ekki frétt um Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóra Landsbankans í byrjun nóvember. Ákveðin öfl hafi viljað ,,stúta" blaðinu.

Innlent
Fréttamynd

Tjá sig ekki um vöruskipti RÚV

Í áliti samkeppniseftirlitsins um stöðu og háttsemi RÚV á auglýsingamarkaði ljósvakamiðla, sem birt var á föstudag, kemur fram að RÚV hafi boðið birtingar á auglýsingum í skiptum fyrir vörur. Í ályktuninni er ekki útskýrt nánar hvers konar vöruskipti er um að ræða. Auglýsingastjóri RÚV vill ekki tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmannafundur hjá RÚV á morgun

Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu hélt fund í dag þar sem aðgerðir vegna komu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins voru ræddar. Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Ríkisútvarpinu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fréttamenn bíða viðbragða

Stjórn Félags fréttamanna fór fram á fund vegna fréttastjóramálsins með Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra í gærmorgun en síðdegis varð ljóst að ekkert yrði af þeim í gær, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar formanns Félags fréttamanna á RÚV. Hann sagði fréttamenn bíða viðbragða frá honum og Auðuni Georg Ólafssyni nýráðnum fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Taugatitringur innan Árvakurs

Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir.

Innlent
Fréttamynd

Útvarpsstjóri átti einn kost

Fréttamenn RÚV ætla að fara fram á rökstuðning frá útvarpsstjóra vegna ráðningar nýs fréttastjóra. Heimildir innan Útvarpsins herma að útvarpsstjóri hafi metið það svo að þar sem enginn annar umsækjenda hafi komist á blað hjá útvarpsráði ætti hann þann kost einan í stöðunni að skipa Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Talibanafemínistar gegn Bjössa Jör

Björn Jörundur var að fá úr prentsmiðjunni 5. tölublaðið af bOGb. Hann tók við ritstjórn tímaritsins blautur á bak við eyrun. Nú er komin reynsla og í helgarblaði DV ræðir ritstjórinn það hversu erfitt getur reynst að kollvarpa hugmyndum fólks um að hann ritstýri klámblaði og árásir femínista á hendur sér.

Menning