Tekjur Sýnar aukast en hagnaður minnkar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 20:07 Vodafone er meðal annars í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Sýn hf. hagnaðist um 473 milljónir króna á síðasta ári sem er um 56 prósent lækkun á milli ára. Heildartekjur fyrirtækisins námu 21,9 milljörðum króna, um 54 prósenta hækkun á milli ára.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. sem birt hefur afkomu félagsins á síðasta ársfjórðungi og á síðasta ári. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og var síðasta ár fyrsta árið sem sameinað fyrirtæki lauk heilu rekstrarári. Afkoma Sýnar áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta (EBIDTA) nam á síðasta ári 3,2 milljörðum króna, hækkun um fjögur prósent á milli ára. Hagnaður síðasta ársfjórðungs nam 195 milljónum króna sem er lækkun um 45 prósent á milli ára. Samhliða birtingu afkomu síðasta árs var tilkynnt að Stefán Sigurðsson, forstjóri félagsins, hafi tilkynnt stjórn félagsins að hann hafi óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri frá og með 1. júní næstkomandi. Í tilkynningu Sýnar er haft eftir Stefáni að samspil margra þátta hafi leitt til veikari reksturs en búist var við. „Í fyrsta lagi hafa krefjandi ytri aðstæður með óvissu í efnahagslífinu haft áhrif á sjónvarpsáskriftir og auglýsingasölu. Í öðru lagi hefur kostnaður við nýja starfsemi verið nokkuð hærri en búist var við auk þess sem kostnaðarhækkanir voru umtalsverðar vegna veikingar íslensku krónunnar á fjórða fjórðungi ársins. Í þriðja lagi ollu hnökrar í tengslum við yfirfærslu viðskiptavina um mitt ár álagi á þjónustuver á sama tíma og samkeppnin á markaðnum var mikil,“ er haft eftir Stefáni sem horfir þó björtum augum á horfur félagsins. „Nú þegar stærri samrunaverkefnum er að mestu lokið er samþætt fyrirtæki fjárhagslega sterkt og býr að miklum eignum og fjölbreyttum tekjustoðum. Fyrirtækið hefur því fjölmörg tækifæri til framtíðar og er vel í stakk búið til að takast á við óvissu í tengslum við samkeppni og ytri aðstæður.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Tengdar fréttir Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28 Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Tveir stjórnendur hætta hjá Sýn Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar hjá Sýn og munu tveir stjórnendur láta af störfum. 14. janúar 2019 17:28
Skaftahlíð á hvolfi eftir „heimsmet í flutningum“ Allt er á tjá og tundri í Skaftahlíð 24 þessa dagana en í nótt tekur Sýn í notkun nýjan útsendingabúnað fyrir allar sjónvarpsstöðvar á Suðurlandsbraut. 6. febrúar 2019 15:30