Fox-liði sagði Íraka „hálflæsa frumstæða apa“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2019 15:01 Carlson sakaði gagnrýnendur sína um að vera valdasjúka og að þeir svifust einskis til þess að koma höggi á sig. Vísir/Getty Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“. Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Fleiri upptökur af grófum ummælum Tuckers Carlson, eins vinsælasta þáttastjórnanda bandarísku íhaldsstöðvarinnar Fox News, hafa verið birtar, degi eftir að hann heyrðist fara ófögrum orðum um konur og verja barnahjónabönd. Á nýju upptökunum hefur Carlson uppi kynþáttafordóma og andúð á samkynhneigðum. Ummælin lét Carlson falla í umdeildum útvarpsþætti sem sendur er út frá Flórída á árunum 2006 til 2011. Hringdi Carlson inn í þáttinn „Ástarsvampurinn Bubba“ í um klukkustund á viku á því tímabili. Carlson neitaði alfarið að biðjast afsökunar eftir að upptökur með ummælum hans um konur og kynferðisofbeldi voru birtar opinberlega á sunnudag. Á nýju upptökunum sem samtökin Media Matters birtu lýsir Carlson Írak sem „skítastað fullum af, þú veist, hálflæsum frumstæðum öpum“ árið 2008. Það hafi verið ástæðan fyrir því að það hafi ekki verið þess virði fyrir Bandaríkin að ráðast inn í landið. Tveimur árum áður sagðist hann ennfremur hafa „núll samúð“ með írösku þjóðinni og menningu hennar vegna þess að „þau nota ekki klósettpappír eða gaffla“. Árið 2006 auglýsti Carlson eftir forsetaframbjóðanda sem væri tilbúinn að skella skuldinni á „geðveika múslima sem hegða sér eins og skepnur“. Sá frambjóðandi yrði kjörinn „kóngur“ ef hann lofaði að „drepa eins marga af þeim og þeir geta“, að því er segir í frétt Washington Post. Áður höfðu upptökur birst af Carlson kalla konur „frumstæðar“ og „einfaldar“. Lýsti hann Brittney Spears og dóttur Mörthu Stewart sem „mestu hvítu hórunum í Bandaríkjunum“. Þá tók hann upp hanskann fyrir leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að koma á hjónaböndum eldri karlmanna og barnungra stúlkna og ræddi um ungar stúlkur á kynferðislegan hátt. Carlson neitaði að biðjast afsökunar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Í þætti sínum á Fox News í gærkvöldi sagði hann stöðina standa þétt að baki sér. Lýsti hann gagnrýnendum sínum sem „múgi“ sem vildi „brjóta niður andspyrnu“.
Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Fox-þáttastjórnandi iðrast ekki grófra ummæla um konur Þáttastjórnandinn varði leiðtoga sértrúarsafnaðar sem var sakfelldur fyrir að nauðga börnum, sagði konur frumstæðar og hafði uppi fúkyrði um nafngreindar konur í útvarpsþætti sem hann hringdi reglulega í. 11. mars 2019 13:58