Fox News sagt hafa setið á frétt um Trump og klámmyndaleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2019 12:58 Ef marka má frásögn New Yorker drápu stjórnendur Fox News frétt sem hefði komið Trump illa í kosningabaráttunni árið 2016. Vísir/EPA Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch lét hægrisinnuðu fréttastöðina Fox News sitja á frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámmyndastjörnu vegna þess að hann vildi að Trump ynni forsetakosningarnar árið 2016. Þá er þáverandi stjórnandi stöðvarinnar sagður hafa látið framboð Trump vita af spurningu í sjónvarpskappræðum fyrir fram. Í ítarlegri umfjöllun tímaritsins New Yorker um náin tengsl Trump og Fox News, sem er í eigu Murdoch, er haft eftir heimildarmönnum innan sjónvarpsstöðvarinnar að Diana Falzone, fréttamaður hennar, hafi fengið sannanir fyrir því að Trump hefði átt í kynferðislegu sambandi við Stephanie Clifford, þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels, á meðan kosningabaráttan var í gangi. Falzone hafi fengið fréttina staðfesta og séð tölvupósta á milli lögmanna Daniels og Michaels Cohen, þáverandi lögmanns Trump. Í póstunum ræddu þeir um greiðslu fyrir þögn Daniels um samband hennar við Trump. Hún hafi unnið fréttina frá mars til október árið 2016. Fréttin hafi hins vegar gengið á milli ritstjóra hjá Fox News sem frestuðu því að birta hana. Falzone á að hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Ken LaCorte, yfirmaður fréttavefs Fox News hafi sagt henni: „Góð blaðamennska, krakki, en Rupert vill að Donald Trump vinni. Slepptu þessu bara.“ LaCorte neitar því að hafa sagt þetta við Falzone. Samstarfsmenn hennar staðfestu þó við New Yorker að hafa heyrt hana lýsa samtali þeirra á þennan hátt á sínum tíma.Spurningum lekið Þetta var þó ekki eina hjálpin sem framboð Trump á að hafa borist frá Fox News í kosningabaráttunni, að sögn New Yorker. Starfsmenn stöðvarinnar eru þannig sagðir hafa látið Trump vita af því að Megyn Kelly, stjórnandi sjónvarpskappræðna frambjóðenda í forvali Repúblikanaflokksins, ætlaði sér að spyrja hann krefjandi spurninga, þar á meðal um ásakanir um illa meðferð hans á konum. Talsmaður Fox News hafnaði alfarið að nokkur þaðan hefði látið Trump vita af spurningum í kappræðunum. Blaðamaður New Yorker segir erfitt að staðfesta eða hrekja frásögnina. Roger Ailes, einn stofnenda og forstjóri Fox News, sem á að hafa haft frumkvæði að því að láta Trump vita um spurningarnar lést árið 2017. Trump gagnrýndi sjálfur CNN-fréttastöðina harðlega þegar Donna Brazile, þáverandi starfsmaður stöðvarinnar, sagði af sér eftir ásakanir um að hún hafi látið framboð Hillary Clinton fá spurningar í sjónvarpskappræðum fyrir fram.
Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira