Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2019 10:17 Gunnar Smári á kosningavöku Sósíalistaflokksins síðastliðið vor. fréttablaðið/eyþór Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Ef einhver þori ekki í framboð til formanns VR vegna þess að viðkomandi sé hræddur við sig þá eigi viðkomandi ekki mikið erindi í að vera fulltrúi fólks í kjarabaráttu. Þetta kom fram í máli Gunnars Smára í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þangað voru þeir Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM almannatengsla, mættir til að ræða kjaramál í kjölfar Facebook-færslu Friðjóns sem fór á flug í gær. Sagðist Friðjón telja verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það geri hún undir forystu Gunnars Smára og skósveina hans. Sagði Friðjón að enginn hefði lagt í framboð til formanns VR af ótta við Gunnar Smára. „Talnaleikfimi“ í blaði dagsins Óhætt er að segja að þeir Friðjón og Gunnar Smári séu á öndverðri skoðun hvað varðar kjaramálin. Ekki var frétt Fréttablaðsins í morgun til að sameina þá frekar en þar er fullyrt að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í sér að laun meginþorra félagsmanna hækki um 70-85 prósent á næstu þremur árum. „Þetta er bara einhver talnaleikfimi í Fréttablaðinu og fyrirtækjaeigendum,“ sagði Gunnar Smári. Grunnkrafan væri að hækka lægstu laun úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund krónur sem svaraði til rúmlega 40 prósenta hækkunar. Til að fólk gæti lifað af lengur en til 22. hvers mánaðar. Þá sagðist hann alltaf hafa verið sannfærður um að enginn færi fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni sem var á dögunum endurkjörinn formaður VR án mótframboðs.„Ég veit ekki hvort VR væri betur sett að fá einhvern sem formann sem þorir ekki í kosningar. Þorir ekki að mæta mér sem er venjulegur maður með Facebook-síðu úti í bæ. Ef hann þorir ekki í mig, hvað þá með samningaviðræður?“Klippa: Harmageddon - Tilboð ríkisstjórnarinnar óskiljanlegur afleikur í stöðuna„Myndir þú ekki svara ef ráðist væri á eiginkonu þína?“Sagði Gunnar Smári umræðuna óma af því að VR hefði verið í eigu Sjáfstæðisflokksins á sínum tíma. Það hefði breyst eftir hrun með einni undantekningu.„Það hefur einn klassískur Sjálfstæðismaður náð kjöri. Einar Stefán, Eða Stefán Einar,“ sagði Gunnar Smári. Þá hefðu atkvæðin dreifst mjög en í næstu kosningum hefði Stefán Einar (Stefánsson) tapað. Upp úr sauð á milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í Silfrinu á dögunum.Friðjón studdi fullyrðingar sínar um harðskeytta orðræðu Gunnars Smára með dæmi sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Starfslok fjármálastjóra Eflingar til langs tíma sem neitaði að greiða reikninga frá eiginkonu Gunnars Smára sem brást illa við með skrifum sínum.„Myndir þú ekki svara ef ráðist væri á eiginkonu þína?“ sagði Gunnar Smári og Friðjón játaði því. Gunnar Smári og eiginkona hans Alda Lóa Leifsdóttir fóru um landið, á vegum Eflingar, og tóku viðtöl við láglaunafólk. Hundrað manns að sögn Gunnars Smára. Hann fullyrðir að 160-170 þúsund manns, innan ASÍ og BSRB, standi að baki kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Þegar fólk er risið upp þá er tími til að setjast niður og semja. Það er eins og SA og ríkisstjórnin skilji ekki alvarleika þessa máls,“ sagði Gunnar Smári. „Hér á ekki að þekkjast fátækt.“ Fjölmiðlar Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Stefán Einar siðlausan siðfræðing Gunnar Smári vandar Stefáni Einari ekki kveðjurnar 29. október 2018 09:45 Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32 Segir engan þora í Gunnar Smára og skósveina hans Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi. 21. febrúar 2019 20:28 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Ef einhver þori ekki í framboð til formanns VR vegna þess að viðkomandi sé hræddur við sig þá eigi viðkomandi ekki mikið erindi í að vera fulltrúi fólks í kjarabaráttu. Þetta kom fram í máli Gunnars Smára í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Þangað voru þeir Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi KOM almannatengsla, mættir til að ræða kjaramál í kjölfar Facebook-færslu Friðjóns sem fór á flug í gær. Sagðist Friðjón telja verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi og svívirðingum. Það geri hún undir forystu Gunnars Smára og skósveina hans. Sagði Friðjón að enginn hefði lagt í framboð til formanns VR af ótta við Gunnar Smára. „Talnaleikfimi“ í blaði dagsins Óhætt er að segja að þeir Friðjón og Gunnar Smári séu á öndverðri skoðun hvað varðar kjaramálin. Ekki var frétt Fréttablaðsins í morgun til að sameina þá frekar en þar er fullyrt að kröfur Starfsgreinasambandsins feli í sér að laun meginþorra félagsmanna hækki um 70-85 prósent á næstu þremur árum. „Þetta er bara einhver talnaleikfimi í Fréttablaðinu og fyrirtækjaeigendum,“ sagði Gunnar Smári. Grunnkrafan væri að hækka lægstu laun úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund krónur sem svaraði til rúmlega 40 prósenta hækkunar. Til að fólk gæti lifað af lengur en til 22. hvers mánaðar. Þá sagðist hann alltaf hafa verið sannfærður um að enginn færi fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni sem var á dögunum endurkjörinn formaður VR án mótframboðs.„Ég veit ekki hvort VR væri betur sett að fá einhvern sem formann sem þorir ekki í kosningar. Þorir ekki að mæta mér sem er venjulegur maður með Facebook-síðu úti í bæ. Ef hann þorir ekki í mig, hvað þá með samningaviðræður?“Klippa: Harmageddon - Tilboð ríkisstjórnarinnar óskiljanlegur afleikur í stöðuna„Myndir þú ekki svara ef ráðist væri á eiginkonu þína?“Sagði Gunnar Smári umræðuna óma af því að VR hefði verið í eigu Sjáfstæðisflokksins á sínum tíma. Það hefði breyst eftir hrun með einni undantekningu.„Það hefur einn klassískur Sjálfstæðismaður náð kjöri. Einar Stefán, Eða Stefán Einar,“ sagði Gunnar Smári. Þá hefðu atkvæðin dreifst mjög en í næstu kosningum hefði Stefán Einar (Stefánsson) tapað. Upp úr sauð á milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í Silfrinu á dögunum.Friðjón studdi fullyrðingar sínar um harðskeytta orðræðu Gunnars Smára með dæmi sem töluvert hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Starfslok fjármálastjóra Eflingar til langs tíma sem neitaði að greiða reikninga frá eiginkonu Gunnars Smára sem brást illa við með skrifum sínum.„Myndir þú ekki svara ef ráðist væri á eiginkonu þína?“ sagði Gunnar Smári og Friðjón játaði því. Gunnar Smári og eiginkona hans Alda Lóa Leifsdóttir fóru um landið, á vegum Eflingar, og tóku viðtöl við láglaunafólk. Hundrað manns að sögn Gunnars Smára. Hann fullyrðir að 160-170 þúsund manns, innan ASÍ og BSRB, standi að baki kröfum verkalýðshreyfingarinnar. „Þegar fólk er risið upp þá er tími til að setjast niður og semja. Það er eins og SA og ríkisstjórnin skilji ekki alvarleika þessa máls,“ sagði Gunnar Smári. „Hér á ekki að þekkjast fátækt.“
Fjölmiðlar Kjaramál Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Stefán Einar siðlausan siðfræðing Gunnar Smári vandar Stefáni Einari ekki kveðjurnar 29. október 2018 09:45 Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00 Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32 Segir engan þora í Gunnar Smára og skósveina hans Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi. 21. febrúar 2019 20:28 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Sjá meira
Gunnar Smári segir Stefán Einar siðlausan siðfræðing Gunnar Smári vandar Stefáni Einari ekki kveðjurnar 29. október 2018 09:45
Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. 10. október 2018 20:00
Kröfugerð Starfsgreinasambandsins felld inn í stefnu Sósíalistaflokksins Með þessu segist Sósíalistaflokkurinn gera kröfur yfir 100 þúsund Íslendinga að sínum. 19. janúar 2019 17:32
Segir engan þora í Gunnar Smára og skósveina hans Friðjón R Friðjónsson telur verkalýðshreyfinguna vaða uppi með ofbeldi. 21. febrúar 2019 20:28