Vísindi

Fréttamynd

Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili

Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Eld­gosið ógnar sögu­legri lofts­lags­mæli­röð

Athuganastöð sem mælir styrk koltvísýrings á Mauna Loa á Havaí hefur verið stopp frá því að eldgos hófst í fjallinu fyrir rúmri viku. Mæliröðin þar er sú elsta samfellda um vaxandi styrk gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Fylgdust með skýja­fari á Títani með hjálp Webb

Langþráðar myndir James Webb-geimsjónaukans af Títani, stærsta tungli Satúrnusar, gerðu stjörnufræðingum kleift að fylgjast með þróun skýja í lofthjúpi hans í síðasta mánuði. Athugarnirnar eru í samræmi við loftslagslíkön sem spáðu fyrir um að ský gætu hæglega myndast á þessum tíma árs.

Erlent
Fréttamynd

Ræða hvort nafn­laus tindur í Vatna­jökli verði kenndur við Helga jökla­fræðing

Örnefnanefnd mun síðar í dag taka fyrir tillögu um að nafnlaus fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Í tillögunni er lagt til að Helgi verði heiðraður með þessum hætti, meðal annars vegna kortlagningar hans á botni Vatnajökuls sem sé mikið vísindalegt afrek sem hafi haft „ómetanleg áhrif á þekkingu á jöklafræði á Íslandi og í heiminum.“

Innlent
Fréttamynd

Fylgdust með risa­svart­holi gleypa stjörnu á nýjan hátt

Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi.

Erlent
Fréttamynd

Loftsteinninn á við allt að tíu tonn af sprengiefni

Einstakar mælingar sem náðust með jarðskjálftamælitækjum á loftsteini sem sprakk yfir Suðvesturlandi í fyrra benda til þess að krafturinn í sprengingunni hafi jafnast á við allt að tíu tonn af TNT-sprengiefni. Þrátt fyrir það var steinninn líklega aðeins einhverjir sentímetrar að stærð.

Innlent
Fréttamynd

For­dæma­laus sýn á and­rúms­loft fjar­reiki­stjörnu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi.

Erlent
Fréttamynd

Stjarna að fæðast í stunda­glasi

Frumstjarna í hjarta stundaglasslaga gasskýs sem James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega mynd af er sögð veita innsýn í hvernig sólin og sólkerfið okkar leit út í frumbernsku sinni. Hún er talin á fyrsta stigi í myndunarferli sínu. 

Erlent
Fréttamynd

Á fleygiferð til tunglsins

Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum.

Erlent
Fréttamynd

Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð

Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B.

Erlent
Fréttamynd

Framúrskarandi vísindakona

Það var gaman að heyra um hina framúrskarandi vísindakonu Unni Þorsteinsdóttursem talin er vera áhrifamesta vísindakona í Evrópu og sú fimmta í heiminum. Vísindaheimurinn hefur lengi verið ansi karllægur og vísindakonur ekki beinlínis átt upp á pallborðið þar.

Skoðun
Fréttamynd

Neander­dals­fjöl­skylda finnst í fyrsta sinn

Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins.

Erlent
Fréttamynd

Mars­skjálfta­mælir nam stóran loft­steina­á­rekstur

Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Unnur er á­hrifa­mesta vísinda­kona Evrópu

Unnur Þorsteinsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, hefur verið útnefnd áhrifamesta vísindakona Evrópu og sú fimmta áhrifamesta í heiminum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu

Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi í dag ef veður leyfir. Myrkvinn hefst klukkan 8:59 og nær hámarki tæpri klukkustund síðar, klukkan 9:46.

Innlent
Fréttamynd

Webb endurgerði frægustu mynd Hubble

Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði.

Erlent
Fréttamynd

Tunglið gæti hafa myndast á nokkrum klukku­stundum

Mögulegt er að tunglið hafi myndast mun hraðar en talið hefur verið fram að þessu. Hermun tölvulíkans bendir til þess að það kunni að hafa myndast á aðeins nokkrum klukkustundum eftir árekstur jarðarinnar við aðra frumreikistjörnu.

Erlent