Telja sig hafa komist að því hvers vegna heilafrumurnar deyja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 08:30 Uppgötvunin þykir lofa góðu en mikil rannsóknarvinna er framundan. Getty Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum. Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið. Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Niðurstöður umræddrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Science. Það er frumudauðinn sem veldur einkennum Alzheimers, til að mynda minnistapi, en vísindamennirnir telja sig nú vita að uppsöfnun óeðlilegra prótína leiði til nokkurs konar sjálfsvígs frumanna, kallað „necroptosis“ á ensku. Það hefur löngum verið talið víst að Alzheimersjúkdómurinn tengist uppsöfnun amyloid-útfellinga og tau-prótína í heilanum. Vísindamennirnir við Dementia Research Institute við University College London og KU Leuven í Belgíu telja nú að ferlið sé þannig að útfellingar fari að myndast á milli heilafrumanna, sem leiði til bólgusvars. Bólgusvarið leiði til þess að frumurnar bregðast við með því að umbreytast. Þegar svokallaðar tau-flækjur fari að myndast bregðist frumurnar við með því að framleiða sameindina MEG3, sem leiði til frumudauða. Umrætt ferli, það er að segja þetta „sjálfsvíg“ frumanna, er ein leið líkamans til að losa sig við óæskilegar frumur þegar nýjar myndast. Teyminu tókst að koma í veg fyrir frumudauða með því að koma í veg fyrir framleiðslu MEG3. Bart De Strooper, prófessor við Dementia Research Institute, segir um að ræða afar áhugaverða og mikilvæga uppgötvun. Menn hafi lengi velt því fyrir sér hvers vegna og hvernig heilafrumur deyji í Alzheimersjúklingum og nú sé svarið fundið. Hann segist vonast til þess að uppgötvunin muni leiða til þróunnar nýrra og áhrifaríkra lyfja gegn sjúkdómnum en margra ára rannsóknarvinna sé framundan áður en það geti orðið. Hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Vísindi Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira