GIS-dagurinn Ólafía E. Svansdóttir skrifar 15. nóvember 2023 07:31 Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Vísindi Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 15. nóvember er alþjóðlegi landupplýsingardagurinn. LÍSA, samtök um landupplýsingar var stofnuð 24. mars 1994, í kjölfar tilraunaverkefnis umhverfisráðuneytisins á sviði kortagerðar og stafrænna landupplýsinga. Hlutverk samtakanna er að vera samstarfsvettvangur á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Aðilar í samtökunum eru opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að vilja vinna að framþróun, gæðum og útbreiðslu landupplýsinga á Íslandi. Hugtakið landupplýsingar vísar til gagna sem tengjast ákveðnum stað. Þessi gögn eru margvísleg s.s landfræðileg hnit, hæð, landþekja, landnotkun, íbúaþéttleiki, náttúrufar og fleira. Landfræðileg gögn eru notuð til að tákna og greina ýmsa þætti í náttúrlegu og manngerðu umhverfi jarðar. Gott dæmi um mikilvægi landupplýsinga er vöktun og áhættumat fyrir jarðhræringar síðustu vikna á Reykjanesskaga. Veðurstofan, sem safnar sínum eigin gögnum með GPS mælingum og gervitunglamyndum, meðal annars, notast einnig við landupplýsingagögn frá öðrum stofnunum. Sem dæmi má nefna gögn frá Orkustofnun til að ákvarða staðsetningu borhola. Gögn um sjávardýpi frá sjókortum Landhelgisgæslunnar, örnefnagögn frá Landmælingum Íslands og staðsetningu gjáa og misgengis frá ÍSOR. Þetta eru allt landupplýsingar. Eitt af helstu baráttumálum LÍSU hefur verið að aðgangur að gögnum sem hið opinbera safnar sé opinn öllum, aðgengilegur og gjaldfrjáls. Aðgengi að opnum landupplýsingagögnum ýtir undir nýsköpun bæði hjá hinu opinbera og einkaaðilum, bætir þjónustu og gagnsæi. Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um endurnot á opinberum upplýsingum sem við innan samtakanna bindum miklar vonir við. Annað baráttumál LÍSU er að auka framboð á menntun og færni í faginu. Mikil vöntun er á menntuðu landupplýsingafólki á landinu og fylgir það sömu þróun og í Evrópu og víðast hvar annars staðar. Landupplýsingar eru hryggjarstykkið í öllum aðal- og deiliskipulögum, náttúruauðlindarannsóknum, almannavörnum, samgöngum og svo mætti lengi telja. Án faglega menntaðs landupplýsingafólks væri erfitt að starfrækja nútímaþjóðfélög. Höfundur er framkvæmastjóri LÍSU, samtaka um landupplýsingar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun