Skák

Fréttamynd

„Karl­menn eru tölu­vert betri í skák“

Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. 

Innlent
Fréttamynd

Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda

„Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk vega­bréf Bobby Fischer fundust fyrir til­viljun

Stefán Haukur Jóhanns­son, sendi­herra Ís­lands í Japan, af­henti Fischer­setrinu á Sel­fossi tvö ís­lensk vega­bréf skák­snillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkis­borgara­rétt hér á landi. Vega­bréfin voru týnd en fundust fyrir til­viljun, eitt í sendi­ráðinu í Japan og annað á skrif­stofu utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Lífið
Fréttamynd

Meið­yrða­máli Niemann gegn Carl­sen vísað frá

Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Keypti eftir­líkingu á 27 milljónir og situr uppi með Svarta-Pétur

Noah Siegel, bandarískur fjárfestir, pókerspilari og skákmaður, keypti taflborð í þeirri trú að um væri að ræða borð sem notað var í einvígi aldarinnar milli þeirra Bobby Fischers og Borisar Spasskí. Hins vegar kom á daginn að um var að ræða eftirlíkingu og Siegel keypti þannig köttinn í sekknum.

Innlent
Fréttamynd

Vignir Vatnar Ís­lands­meistari í skák

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari Íslands, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í kvöld. Fara þurfti í bráðabana milli þriggja efstu skákmanna og hafði Vignir að lokum betur.

Sport
Fréttamynd

Ding Li­ren heims­meistari í skák

Kínverski stórmeistarinn Ding Liren tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í skák með sigri á rússneska stórmeistaranum Ian Nepomniachtchi. Fór viðureign þeirra alla leið í bráðabana. Liren er 17. heimsmeistari sögunnar sem og fyrsti Kínverjinn til að afreka það.

Sport
Fréttamynd

Bein út­sending: Ís­land gegn á­hrifa­völdunum

Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta Reykja­víkur­skák­mót sögunnar hefst í dag

Aldrei hafa fleiri tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu og nú en það verður sett eftir hádegi í dag. Forseti Skáksambands Íslands segir sprengingu hafa átt sér stað í skákáhuga í heiminum og Reykjavíkurskákmótið sé með þekktustu og sterkustu skákmótum heims.

Innlent
Fréttamynd

Spassky vill hvíla við hlið Fischers í Laugardælakirkjugarði

Það var múgur og margmenni í Laugardælakirkjugarði í Flóahreppi í dag en ástæðan er sú að skákmeistararnir, sem eru nú að keppa í heimsmeistaramótinu í Slembiskák mættu þangað til að vitja leiðis Bobby Fischers, heimsmeistara í skák. Þar kom fram að Boris Spassky, sem tefldi á móti honum fyrir fimmtíu árum hefur óskað eftir því að fá í hvíla í garðinum eftir sinn dag með Fischer.

Innlent
Fréttamynd

Carl­sen breytti opnunar­leik Katrínar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fékk að leika fyrsta leikinn í skák fimmfaldaheimsmeistarans Magnus Carlsen á heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák í dag. Carlsen fannst leikur forsætisráðherrans greinilega ekki sá besti og dró hann til baka. 

Sport
Fréttamynd

Carl­sen í góðum málum eftir dag tvö

Norðmaðurinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, er í góðri stöðu eftir annan dag HM í Fischer-slembiskák sem fram fer í Reykjavík. Carlsen leikur í B-riðli og vann þrjár af fjórum viðureignum sínum við Þjóðverjann Matthias Blübaum í dag. Aðeins einni lauk með jafntefli.

Sport
Fréttamynd

Carlsen í öðru sæti með tvo vinninga

Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen situr í öðru sæti B-riðils á heimsmeistaramótinu í Fischer slembiskák sem fram fer á Hótel Natura í Reykjavík. Carlsen er með tvo vinninga, en hann laut í lægra haldi gegn Hikaru Nakamura í seinustu skák kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Yfir­vofandi mála­ferli ekki af­sökun

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi.

Sport