Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 22:11 Bobby Fischer og Boris Spasskí ganga frá sviði Laugardalshallar árið 1972. Til hliðar má sjá tvö skákborð. Það efra er nánast örugglega það borð sem þeir tefldu 3. skákina á og svo skákir 7-21. Hin myndin er af borði Siegels. Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðin átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, hafa veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað. Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðin átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, hafa veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað.
Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira