Carlsen fannst það ekki fyndið að Niemann væri boðið á skákmótið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 22:31 Magnus Carlsen sá ekki húmorinn í fréttunum af þátttöku Hans Niemann í hans skákmóti í apríl. Getty/ Gregor Fischer Freestyle Chess er nýjasta mótaröðin í skákheiminum og einn að aðalmönnunum á bak við hana er norski stórmeistarinn Magnus Carlsen. Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður. Skák Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Sjá meira
Sá sem borgar brúsann og er í forystuhlutverkinu er þýski milljarðamæringurinn Jan Henric Buettner. Buettner ætlar að hrista aðeins upp í hlutunum á næsta móti og tók ákvörðun um að bjóða Hans Niemann að taka þátt í næsta móti. Hann spurði ekki Carlsen en ætlaði að ræða við Norðmanninn eftir að hann sagði frá fréttunum í viðtali við TV2. NRK segir frá. Það þekkja flestir söguna á bak við deilur Hans Niemann og Magnus Carlsen. Carlsen tapaði óvænt á móti Niemann í þriðju umferð skákmóts í september 2022 og dró sig úr keppni í framhaldinu. Carlsen sakaði Nieman síðan um að svindla í skákinni. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrir fram ákveðinn hátt. Nieman veitti viðtal seinna á mótinu þar sem hann viðurkenndi að hafa svindlað einu sinni á skákmóti en það var langt síðan. Hann neitaði því að hafa svindlað í skákinni á móti Carlsen. Niemann höfðaði seinna meiðyrðamál gegn Carlsen en því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum hálfu ári síðar. Carlsen og Niemann hafa síðan náð sáttum og sagðist Carlsen á sínum tíma reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni. „Við erum að fara að fá drama og við ætlum líka að markaðssetja dramatík,“ sagði Buettner við TV2. „Ég spurði ekki Magnus um leyfi til að bjóða Neimann en ég mun ræða við hann eftir leikinn í dag,“ sagði Buettner. Seinna kom Carlsen í viðtal við TV2 og hafði þá fengið fréttirnar. „Svona er þetta bara. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Carlsen. Carlsen var samt spurður hvort að það væri svolítið fyndið að mæta Niemann eftir það sem gekk á milli þeirra. „Nei, það er það ekki,“ svaraði Carlsen stuttorður.
Skák Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Sjá meira