
Hinsegin

Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður
Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu.

Engir kynsegin einstaklingar afplánað í fangelsum landsins
Engir kynsegin einstaklingar hafa afplánað refsingu í fangelsi á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Vistunaráætlanir eru unnar með hagsmuni hvers einstaklings að leiðarljósi, segir í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn.

Sjón sakar höfund Harry Potter um að afmennska transfólk
Breski rithöfundurinn JK Rowling, sem er þekktust fyrir bækurnar um töfrastrákinn Harry Potter, tekur þátt í að afmennska transfólk kerfisbundið, að sögn íslenska rithöfundarins Sjóns. Rowling hefur farið mikinn um transfólk á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Jóhannes og Kristmundur nýir í stjórn Samtakanna '78
Á aðalfundi Samtakanna '78 sem fram fór í dag var kosið í þrjú sæti. Jóhannes Þór Skúlason og Kristmundur Pétursson koma nýir inn í stjórnina en Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir var endurkjörin. Þá var Álfur Birkir Bjarnason endurkjörinn formaður.

Logið um trans fólk
Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land.

Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér
Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Forstjóri Nova varar við auknum fordómum á uppgjörsfundi
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, lýsti yfir áhyggjum sínum af skautun þjóðfélagsumræðunnar, vaxandi kynþáttahatri og auknum fordómum í garð hinsegin fólks á uppgjörsfundi fjarskiptafélagsins í gær. Er þetta líklega í fyrsta sinn sem forstjóri skráðs félags í Kauphöllinni tekur fyrir málefni af þessu tagi á uppgjörsfundi með fjárfestum.

Jóhannes Þór vill í stjórn Samtakanna '78
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til stjórnar Samtakanna '78. Hann segir að bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks hafi vakið hjá sér brennandi þörf til að leggja sitt af mörkum í baráttunni.

Vika gaslýsingar hjá FIFA
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er sakað um allsherjar gaslýsingartilburði með sköpun nýrrar stöðu mannréttindafulltrúa hjá sambandinu. Ráðningin kemur upp samhliða nýjum samningum við ríki þar sem mannréttindi eru fótum troðin.

Hefur aldrei skilið allt þetta skápatal: „Ég er bara eins og ég er“
„Það hafa náttúrlega verið alls konar kjaftasögur,“ segir Sigga Beinteins, ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, sem var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.

Tékkneskur landsliðsmaður kemur út úr skápnum
Jakub Jankto, landsliðsmaður Tékklands í fótbolta, kom út úr skápnum í dag. Hann tilkynnti þetta á Twitter.

Sjálfsblekking Arsenal-manna
Nokkur hópur stuðningsmanna Arsenal virðist lifa í ákveðinni sjálfsblekkingu varðandi ímynd félagsins. Það endurspeglaðist vel á leik liðsins við Brentford um helgina en þar tapaði liðið stigum aðra helgina í röð.

Sam Smith ögrar norminu og er ekki hér til að eignast vini
Sam Smith er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt I’m Not Here To Make Friends. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og situr nú í fjórtánda sæti listans.

Hvaða fornöfn notar þú?
Vani er bara vani þar til við brjótum hann. Það getur verið krefjandi, til dæmis þegar fólk setur sér áramótaheit að í stað þess að sofa til 10 þá ætli þau heldur að mæta 5:30 í OLY tíma í líkamsræktarstöð fjarri heimili sínu. Flest bölvum við sjálfum okkur fyrir þetta eftir sirka 10 daga og tökum okkur sjálf og aukna svefnþörf aftur í sátt.

Fann sjálfa sig eftir að hún kom út
Það er nóg um að vera hjá leikkonunni Írisi Tönju Flygenring sem fer með aðalhlutverk í leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í kvöld í Tjarnarbíói. Samhliða leiklistinni sinnir Íris Tanja fræðslustarfi hjá Samtökunum ‘78. Blaðamaður hitti hana í kaffi og þær ræddu um allt milli himins og jarðar, þar á meðal um leiklistina, listina, hinsegin samfélagið og það að koma seint út úr skápnum.

Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter
Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks.

Beyoncé og Blue Ivy á umdeildum tónleikum í Dubai
Tónlistarkonan og stórstjarnan Beyoncé kom fram á tónleikum í fyrsta skipti í rúm fjögur ár síðastliðið laugardagskvöld. Tilefnið var opnun á glænýju Atlantis The Royal hóteli í Dubai en Blue Ivy, dóttir Beyoncé, tók lagið með henni og skinu þær mæðgur skært.

Sturgeon segir beitingu neitunarvaldsins árás
Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að beita neitunarvaldi sínu gagnvart skoska þinginu og lagafrumvarpi þess sem myndi gera fólki auðveldara fyrir að ákvarða og breyta eigin kynskráningu.

Stranger Things leikari kominn út úr skápnum
Leikarinn Noah Schnapp, einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum geysivinsælu Stranger Things er kominn út úr skápnum.

„Klám er ekki neikvætt fyrirbæri í eðli sínu“
Meðlimir BDSM-félagsins á Íslandi telja núgildandi lög um klám algjörlega gagnslaus og í raun skaðleg, þar sem þau ýti undir jaðarsetningu kynlífsverkafólks og takmarki möguleika þeirra til þess að afla sér lífsviðurværis á öruggan og löglegan hátt.

Gagnrýna transfóbískt samsæristíst Musk
Fjöldi bandarískra þingmanna og vísindamanna gagnrýna nú Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins Twitter, fyrir transfóbískt tíst þar sem hann réðst á æðsta yfirmann sóttvarnamála í kórónuveirufaraldrinum.

Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá
Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar.

Ákært fyrir hatursglæpi vegna árásarinnar á Club Q
Saksóknarar í Colorado hafa ákært árásarmanninn sem skaut fimm til bana og særði sautján á Club Q, skemmtistað fyrir hinsegin fólk, í Colorado Springs í síðasta mánuði í 305 ákærum og þar á meðal fyrir hatursglæpi og morð.

Margrét Rán og Bryndís Hrönn eiga von á sínu fyrsta barni
Tónlistarkonan Margrét Rán á von á sínu fyrsta barni með unnustu sinni Bryndísi Hrönn. Parið tilkynnti þessar gleðilegu fréttir með sameiginlegri færslu á Instagram.

Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar
Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur.

„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“
HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok.

Gunnhildur Yrsa ekki sátt með ákvarðanir FIFA: „Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigða“
„Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig,“ segir landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á Twitter-síðu sinni.

Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir
Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL.

Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar.

Tenging, nánd og stelpudrama ríkjandi þema í listinni
Rakel Tómasdóttir er listakona og grafískur hönnuður sem hefur vakið mikla athygli fyrir svart hvítar teikningar sínar. Viðfangsefni Rakelar eru gjarnan konur og segir hún ástarlíf sitt síðastliðin ár hafa spilað veigamikið hlutverk í listaverkum sínum. Rakel er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.