Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 14:54 Árásin átti sér stað ofarlega á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm/Sara Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira