Ömurlegt að þurfa að ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. október 2023 11:46 Veiga Grétarsdóttir fann sig knúna til að stíga fram og leiðrétta sögusagnir sem hafa gengið fjöllunum hærra undanfarna daga. Bítið/Reykjavíkurborg Trans kona segir ömurlegt að þurfa að stíga fram og ræða kynfæri sín til að stoppa slúðursögur. Rætin saga um að grunnskólastúlkum í skólasundi hafi verið brugðið vegna karlmanns í sturtuklefanum, sé lygasaga byggð á hatri. Í síðustu viku greindi Fréttin.is frá því að níu ára stúlkur í Rimaskóla hafi mætt nöktum karlmanni í sturtuklefa í Grafarvogslaug þegar þær voru í skólasundi. Á síðunni segir að stúlkunum hafi verið afar brugðið og að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða og í gær sá trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust sig knúna til að stíga fram til að leiðrétta það sem hún segir vera lygasögu byggða á hatri. Leið eins og sirkusdýri Veiga er umrædd kona í Grafarvogslaug og í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún frá raunverulegri atburðarrás. Hún segist reglulega fara í sund í Grafarvogslaug og í umrætt skipti hafði hún tekið eftir stúlku sem gjóaði á hana augum og glotti. „Hún fór svo út og kom til baka með vinkona sína. Hún glottir aftur en vinkonan er leitandi, leitar að einhverjum sem á að vera eitthvað öðruvísi. Ég tek eftir þessu. Þær fara bakvið, koma svo til baka, horfa báðar á mig og glotta og hlæja. Fara út, koma svo fjórar til baka, standa fyrir framan mig og glotta og hlæja.“ Mér leið bara eins og ég væri sirkusdýr í klefanum. „Það var bara verið að gera grín af mér og hlæja að mér, sem er ekkert þægilegt.“ Ræddi við móður einnar stúlkunnar Þegar Fréttin.is hafði birt misvísandi grein um málið og sögusagnir orðið háværar ákvað Veiga að stíga fram til að leiðrétta rangfærslurnar. Í gær birtist viðtal við hana á Heimildinni sem fékk töluverða athygli. Í kjölfarið segist hún hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum, þar á meðal frá móður einnar stúlkunnar. Í kjölfarið hafi hún hringt í hana og þær talað saman í um tuttugu mínútur. „Hún sagði mér alla söguna, hvernig þetta var frá þeirra bæjardyrum séð. Stelpurnar voru miður sin yfir þessu, sáu eftir þessu, og það var ekkert af foreldrunum sem kom þessari sögu af stað. Heldur var að önnur kona sem a systur í þessum skóla sem frétti af þessu og hatar víst trans fólk. Hún byrjar víst á því að skrifa um þetta á einhverri síðu sem heitir stoppum klámvæðingu fyrir börn.“ Atvikið átti sér stað í Grafarvogslaug í síðustu viku.Reykjavíkurborg Þannig hafi sagan, sem sé algjör tilbúningur, farið á flug. Veiga segir ömurlegt hvernig staðan í samfélaginu sé í dag. „Að ég þurfi að koma fram og tala um kynfærin á mér til að stoppa slúðursögur. Það eina sem við trans fólkið viljum er að fá að vera partur af samfélaginu og fá að taka þátt í samfélaginu.“ Veiga fer mjög reglulega í sund en hefur aldrei lent í álíka atviki. Þegar hún réri hringinn í kringum Ísland árið 2019 segist hún hafa farið í allar sundlaugar sem hún komst í á landinu. „Ég hitti sjómenn, bændur og spjallaði við fólk í pottinum. Aldrei upplifði ég nokkurn skapaðan hlut. Þetta er bara núna síðustu mánuðina eftir að ákveðin samtök voru stofnuð, þá koma svona mikið af gróusögum og kjaftasögum, og já bara hatri gagnvart fólki eins og mér.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Veigu í heild sinni. Hinsegin Mannréttindi Sundlaugar Bítið Málefni trans fólks Tengdar fréttir Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Í síðustu viku greindi Fréttin.is frá því að níu ára stúlkur í Rimaskóla hafi mætt nöktum karlmanni í sturtuklefa í Grafarvogslaug þegar þær voru í skólasundi. Á síðunni segir að stúlkunum hafi verið afar brugðið og að einstaklingurinn sem um ræðir hafi verið karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Í kjölfarið fór af stað hávær umræða og í gær sá trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust sig knúna til að stíga fram til að leiðrétta það sem hún segir vera lygasögu byggða á hatri. Leið eins og sirkusdýri Veiga er umrædd kona í Grafarvogslaug og í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði hún frá raunverulegri atburðarrás. Hún segist reglulega fara í sund í Grafarvogslaug og í umrætt skipti hafði hún tekið eftir stúlku sem gjóaði á hana augum og glotti. „Hún fór svo út og kom til baka með vinkona sína. Hún glottir aftur en vinkonan er leitandi, leitar að einhverjum sem á að vera eitthvað öðruvísi. Ég tek eftir þessu. Þær fara bakvið, koma svo til baka, horfa báðar á mig og glotta og hlæja. Fara út, koma svo fjórar til baka, standa fyrir framan mig og glotta og hlæja.“ Mér leið bara eins og ég væri sirkusdýr í klefanum. „Það var bara verið að gera grín af mér og hlæja að mér, sem er ekkert þægilegt.“ Ræddi við móður einnar stúlkunnar Þegar Fréttin.is hafði birt misvísandi grein um málið og sögusagnir orðið háværar ákvað Veiga að stíga fram til að leiðrétta rangfærslurnar. Í gær birtist viðtal við hana á Heimildinni sem fékk töluverða athygli. Í kjölfarið segist hún hafa fengið fjöldan allan af skilaboðum, þar á meðal frá móður einnar stúlkunnar. Í kjölfarið hafi hún hringt í hana og þær talað saman í um tuttugu mínútur. „Hún sagði mér alla söguna, hvernig þetta var frá þeirra bæjardyrum séð. Stelpurnar voru miður sin yfir þessu, sáu eftir þessu, og það var ekkert af foreldrunum sem kom þessari sögu af stað. Heldur var að önnur kona sem a systur í þessum skóla sem frétti af þessu og hatar víst trans fólk. Hún byrjar víst á því að skrifa um þetta á einhverri síðu sem heitir stoppum klámvæðingu fyrir börn.“ Atvikið átti sér stað í Grafarvogslaug í síðustu viku.Reykjavíkurborg Þannig hafi sagan, sem sé algjör tilbúningur, farið á flug. Veiga segir ömurlegt hvernig staðan í samfélaginu sé í dag. „Að ég þurfi að koma fram og tala um kynfærin á mér til að stoppa slúðursögur. Það eina sem við trans fólkið viljum er að fá að vera partur af samfélaginu og fá að taka þátt í samfélaginu.“ Veiga fer mjög reglulega í sund en hefur aldrei lent í álíka atviki. Þegar hún réri hringinn í kringum Ísland árið 2019 segist hún hafa farið í allar sundlaugar sem hún komst í á landinu. „Ég hitti sjómenn, bændur og spjallaði við fólk í pottinum. Aldrei upplifði ég nokkurn skapaðan hlut. Þetta er bara núna síðustu mánuðina eftir að ákveðin samtök voru stofnuð, þá koma svona mikið af gróusögum og kjaftasögum, og já bara hatri gagnvart fólki eins og mér.“ Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Veigu í heild sinni.
Hinsegin Mannréttindi Sundlaugar Bítið Málefni trans fólks Tengdar fréttir Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27