Hvetja til opinnar umræðu án fordóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2023 14:01 Stjórn Hinseginfélags FG sem stóð í síðustu viku fyrir Super-Smash-Bros-móti. Hinseginfélag FG Hinseginfélag FG vill í ljósi umræðunnar um bloggskrif Páls Vilhjálmssonar árétta að það að vera hinsegin, trans eða eitthvað annað fellur undir sjálfsögð og eðlileg mannréttindi. Rétturinn til tjáningar á kynvitund, kynhlutverkum og kynhneigð fellur einnig undir sömu réttindi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tilefnið er nýlegt blogg Páls um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólanum sem skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sá sig knúinn til að senda tölvupóst til nemenda og forráðamanna þeirra í skólanum. Kristinn Þorsteinsson skólameistari sagði skrif Páls hafa valdið skólanum skaða sem væri þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. „Málfrelsi er líka mannréttindi en málfrelsið nær ekki yfir að meiða, smána eða valda öðrum sársauka og vanlíðan með opinberum skrifum. Slíkt getur brotið gegn grein númer 233 í almennum hegningarlögum,“ segir í tilkynningu frá Hinseginfélagi FG. „Samkvæmt siðareglum Kennarasambands Íslands ber kennurum bæði að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og að gæta að framkomu sinni á opinberum vettvangi. Umræða um hinsegin málefni, málefni trans fólks og fleiri minnihlutahópa hér á landi virðist fylgja sama mynstri og víða erlendis á þann hátt að umburðarlyndi er að minnka og fordómar og hatursorðræða eru að aukast. Það er ótrúlega sorglegt,“ segir í tilkynningunni. Hinseginfélag FG hvetur til opinnar umræðu án fordóma og fyrirlitningar um málefni hinsegin, trans fólks og annarra hópa fólks. Slík umræða er leiðin til gagnkvæmrar virðingar og er um leið gæðastimpill á samfélagið. Fordómar mega ekki eiga sér vísan stað í íslensku samfélagi. Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Hinsegin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tilefnið er nýlegt blogg Páls um kynfræðslu og hinsegin fræðslu í grunnskólanum sem skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ sá sig knúinn til að senda tölvupóst til nemenda og forráðamanna þeirra í skólanum. Kristinn Þorsteinsson skólameistari sagði skrif Páls hafa valdið skólanum skaða sem væri þó léttvægur miðað við þá vanlíðan sem skrifin geti valdið hinsegin nemendum innan skólans. „Málfrelsi er líka mannréttindi en málfrelsið nær ekki yfir að meiða, smána eða valda öðrum sársauka og vanlíðan með opinberum skrifum. Slíkt getur brotið gegn grein númer 233 í almennum hegningarlögum,“ segir í tilkynningu frá Hinseginfélagi FG. „Samkvæmt siðareglum Kennarasambands Íslands ber kennurum bæði að bera virðingu fyrir fjölbreytileika og að gæta að framkomu sinni á opinberum vettvangi. Umræða um hinsegin málefni, málefni trans fólks og fleiri minnihlutahópa hér á landi virðist fylgja sama mynstri og víða erlendis á þann hátt að umburðarlyndi er að minnka og fordómar og hatursorðræða eru að aukast. Það er ótrúlega sorglegt,“ segir í tilkynningunni. Hinseginfélag FG hvetur til opinnar umræðu án fordóma og fyrirlitningar um málefni hinsegin, trans fólks og annarra hópa fólks. Slík umræða er leiðin til gagnkvæmrar virðingar og er um leið gæðastimpill á samfélagið. Fordómar mega ekki eiga sér vísan stað í íslensku samfélagi.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Hinsegin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira