Búvörusamningar Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2.12.2024 15:51 Þarf Alþingi að vera í óvissu? Geta alþingismenn ekki lengur treyst því að breytingar sem þeir gera á frumvörpum hafi lagagildi? Spurt var að þessu á netinu í gær með orðunum „Þessi dómur skapar mikla lagaóvissu fyrir Alþingi þar sem nú er ekki ljóst hversu mikið má breyta lagafrumvörpum í nefndum Alþingis og svo virðist sem það geti orðið héðan í frá matsatriði dómara hverju sinni.“ Skoðun 21.11.2024 12:33 Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Skoðun 20.11.2024 16:31 „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. Innlent 20.11.2024 12:02 Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 19.11.2024 21:44 „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Innlent 19.11.2024 18:32 Sérhagsmunafúsk á Alþingi Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Skoðun 19.11.2024 15:31 Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. Innlent 19.11.2024 15:28 Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Nokkuð hefur verið fjallað um dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024, þar sem felld var úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um íhlutun stofnunarinnar vegna starfsemi afurðastöðva. Skoðun 19.11.2024 12:45 Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. Innlent 19.11.2024 12:36 Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Innlent 19.11.2024 11:26 Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Skoðun 19.11.2024 07:46 Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26 Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Innlent 18.11.2024 19:08 Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Innlent 18.11.2024 17:17 Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Innlent 18.11.2024 17:07 „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 18.11.2024 15:41 Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Innlent 18.11.2024 12:31 Tölum um samkeppni í landbúnaði Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins. Skoðun 5.9.2024 12:33 Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. Innlent 4.9.2024 10:14 Þau vilja ekki leysa vandann Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Skoðun 11.7.2024 09:01 Afnám verndartolla í kjölfar breytinga á búvörulögum Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri. Skoðun 11.7.2024 07:01 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. Innlent 12.4.2024 13:56 Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. Innlent 11.4.2024 10:52 Íslenska páskalambið Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Skoðun 22.3.2024 14:30 Ekki grundvallarbreytingar á búvörusamningum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna. Innlent 18.1.2024 09:45 Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Skoðun 8.12.2023 11:31 Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Skoðun 6.12.2023 12:31 Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23.10.2023 11:48 Landbúnaðarstefna og búvörusamningar Fyrir helgi birti matvælaráðherra inn á samráðsgátt stjórnvalda Tillögu að þingsályktun um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Það er löngu tímabært og ber að fagna á sama tíma er umræða um endurskoðun búvörusamninga er að hefjast. Skoðun 13.2.2023 12:00 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem varðar gildi breytinga á búvörulögum, beint til Hæstaréttar. Óbreyttur kemur dómurinn í veg fyrir að kjötafurðastöðvar séu undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 2.12.2024 15:51
Þarf Alþingi að vera í óvissu? Geta alþingismenn ekki lengur treyst því að breytingar sem þeir gera á frumvörpum hafi lagagildi? Spurt var að þessu á netinu í gær með orðunum „Þessi dómur skapar mikla lagaóvissu fyrir Alþingi þar sem nú er ekki ljóst hversu mikið má breyta lagafrumvörpum í nefndum Alþingis og svo virðist sem það geti orðið héðan í frá matsatriði dómara hverju sinni.“ Skoðun 21.11.2024 12:33
Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Skoðun 20.11.2024 16:31
„Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Formaður Bændasamtakanna segir brýnt að fá úr því skorið við fjölskipað dómsvald hvort breytingar á búvörulögum hafi stangast á við stjórnarskrá. Hann segir með ólíkindum að félagasamtök skuli ganga gegn markmiðum laganna um að bæta stöðu bænda og neytenda. Innlent 20.11.2024 12:02
Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ekki hægt að útiloka að íslenska ríkið hafi bakað sér mögulega skaðabótaskyldu gagnvart kjötafurðarstöðvum með því að samþykkja breytingu á búvörulögum sem voru dæmd ógild fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 19.11.2024 21:44
„Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Samkeppniseftirlitið hefur skipað afurðastöðvum að stöðva aðgerðir, sem geta farið gegn samkeppnislögum. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin dæmi um þá sérhagsmunagæslu sem hafi tíðkast undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Innlent 19.11.2024 18:32
Sérhagsmunafúsk á Alþingi Samþykkt Alþingis á víðtækum undanþágum kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum síðastliðið vor hefur verið í brennidepli undanfarinn sólarhring, eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann dóm að breyting þingsins á búvörulögum hefði verið í andstöðu við stjórnarskrá og hefði því ekkert gildi. Sú niðurstaða dómsins byggðist á því að þingmálið, sem var samþykkt, hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og 44. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Á niðurstöðu dómsins hafa margir haft skoðanir, en alveg óháð henni er full ástæða að beina sjónum að ýmsum upplýsingum og sjónarmiðum um vinnubrögð Alþingis í málinu, sem fram hafa komið undanfarna daga, raunar bæði fyrir og eftir uppkvaðningu dómsins. Skoðun 19.11.2024 15:31
Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Samkeppniseftirlitið hefur ritað kjötafurðastöðvum og samtökum þeirra bréf vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Í því er kjötafurðastöðvum meðal annars skipað að stöðva þegar í stað hvers konar aðgerðir eða háttsemi sem farið geta gegn samkeppnislögum og stofnast hefur til á grundvelli undanþáguheimilda búvörulaga. Innlent 19.11.2024 15:28
Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Nokkuð hefur verið fjallað um dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4202/2024, þar sem felld var úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um íhlutun stofnunarinnar vegna starfsemi afurðastöðva. Skoðun 19.11.2024 12:45
Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Í minnisblaði skrifstofu Alþingis til sviðsstjóra nefnda- og greiningarsviðs Alþingis er komist að þeirri niðurstöðu að breytingar atvinnuveganefndar á frumvarpi um búvörulög hafi ekki gengið gegn stjórnarskrá. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að gagnstæðri niðurstöðu í gær. Innlent 19.11.2024 12:36
Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Innlent 19.11.2024 11:26
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Það má ekki brjóta lög við lagasetningu á Alþingi. Þetta er nokkuð sem flestir skilja. Skoðun 19.11.2024 07:46
Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuvegandefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Innlent 18.11.2024 21:26
Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar segir að markmið með búvörulögum hafi ekki breyst við meðferð nefndarinnar. Hann var sakaður um sérhagsmunagæslu þegar málið stóð sem hæst á þingi. Innlent 18.11.2024 19:08
Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Framsóknarflokkurinn var eini stjórnarflokkurinn sem mætti með fullskipað lið til atkvæðagreiðslu á Alþingi þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á Alþingi í mars. Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna voru ekki viðstaddir atkvæðagreiðsluna. Enginn ráðherra Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði um frumvarpið og ekki heldur Katrín Jakobsdóttir þáverandi forsætisráðherra sem þá var einnig starfandi matvælaráðherra í fjarveru Svandísar Svavarsdóttur sem var í veikindaleyfi. Innlent 18.11.2024 17:17
Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Stjórnsýslufræðingur, sem varað hefur við vinnubrögðum Alþingis, segir dóm héraðsdóms um breytingu á búvörulögum, réttan og kallar eftir skýrari efnisreglum hjá Alþingi um framkvæmd reglunnar um þrjár umræður. Innlent 18.11.2024 17:07
„Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum. Innlent 18.11.2024 15:41
Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Innlent 18.11.2024 12:31
Tölum um samkeppni í landbúnaði Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins. Skoðun 5.9.2024 12:33
Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. Innlent 4.9.2024 10:14
Þau vilja ekki leysa vandann Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki. Skoðun 11.7.2024 09:01
Afnám verndartolla í kjölfar breytinga á búvörulögum Fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins fullyrðir að nú standi íslenskir bændur jafnfætis bændum annarra landa. Búvörulögin sem samþykkt voru í mars og leyfa samþjöppun afurðastöðva leiði til hærra afurðaverðs til bænda og lægra verðs til neytenda, þvert á það sem gerist í Noregi og ESB að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins og fleiri. Skoðun 11.7.2024 07:01
Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. Innlent 12.4.2024 13:56
Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. Innlent 11.4.2024 10:52
Íslenska páskalambið Í gær voru samþykktar breytingar á búvörulögum, um er að ræða að breytingar sem skipta verulegu máli fyrir íslenskan landbúnað. Þeim er ætlað að styðja við endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun og kjötvinnslu. Skoðun 22.3.2024 14:30
Ekki grundvallarbreytingar á búvörusamningum Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðaherra undirrituðu í gær fyrir hönd stjórnvalda samkomulag um endurskoðun búvörusamninga við Bændasamtök Íslands. Gunnar Þorgeirsson formaður BÍ undirritaði fyrir hönd samtakanna. Innlent 18.1.2024 09:45
Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Skoðun 8.12.2023 11:31
Getur einkaaðili samið við ríkið um að hækka skatta á keppinautum sínum? Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra erindi og krafizt aðildar að endurskoðun búvörusamninga hvað tollamál varðar. FA bendir á að láti ráðherra undan kröfum Bændasamtaka Íslands um að hækka tolla á innfluttum búvörum sé ráðherra að taka stjórnvaldsákvörðun sem væri íþyngjandi fyrir matvöruinnflytjendur, félagsmenn FA. Skoðun 6.12.2023 12:31
Tólf milljarða vanti í íslenskan landbúnað Bændasamtökin krefjast þess að komið verði til móts við afkomubrest bænda frá 1. janúar á þessu ári og út samningstíma búvörusamninga. Eins og var gert í sprettgreiðslum til bænda í fyrra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en þar segir að ef ekki verði brugðist við megi búast við fjöldagjaldþroti hjá bændum. Neytendur 23.10.2023 11:48
Landbúnaðarstefna og búvörusamningar Fyrir helgi birti matvælaráðherra inn á samráðsgátt stjórnvalda Tillögu að þingsályktun um landbúnaðarstefnu til ársins 2040. Það er löngu tímabært og ber að fagna á sama tíma er umræða um endurskoðun búvörusamninga er að hefjast. Skoðun 13.2.2023 12:00