Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. mars 2025 19:23 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Bjarni/Einar Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“ Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“
Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06