Fréttir

Fréttamynd

Gat kannað verðið og keypt minna

stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek.

Innlent
Fréttamynd

Ávinningur af útboði ólíklegur

„Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila.

Innlent
Fréttamynd

Íbúarnir orðnir afar skelkaðir

Kveikt var í nýbyggingu við Bergstaðastræti 13 í sjötta sinn á stuttum tíma aðfaranótt þriðjudagsins. Ítrekað hafa óprúttnir aðilar komið að byggingunni í skjóli nætur eða snemma að morgni og borið eld að einangrunarplasti í byggingunni, sem hefur staðið ókláruð í rúmt ár.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki neita að selja Heilagan papa

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík

„Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Átján mánuðir fyrir nauðgun

Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða stúlku 700 þúsund í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Betra eftirlit sparar raforku

Fyrirtækið ReMake Electric er eitt af fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum hér á landi sem eru í örum vexti. Fyrirtækið sérhæfir sig í raforkunýtingarlausnum og var stofnað í júní 2009, en hafði þá verið í þróun í tæp tvö ár þar á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný niðursveifla í aðsigi á Vesturlöndum?

Áhyggjur af stöðu heimshagkerfisins hafa stigmagnast síðustu vikur og mánuði. Hagtölur hafa leitt í ljós að hægst hefur merkjanlega á efnahagsbatanum á Vesturlöndum og mikill órói hefur einkennt helstu markaði. Óttast því margir að tvíbytna niðursveifla (eða „double dip recession“) sé í uppsiglingu meðal iðnríkja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsvirkjun ekki á markað

"Ef menn eru að láta sér detta í hug einhverja einkavæðingu á Landsvirkjun þá er það ekki uppi á borðinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann bendir á að fyrir liggi skýr samþykkt ríkisstjórnarinnar um að hrófla ekki við opinberu eignarhaldi á þeim fyrirtækjum sem ríkið er með í sínum höndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnutölvan kölluð upp í símann

Það getur komið sér vel að geta tengst vinnutölvunni heima í stofu. Til þessa hefur fartölva og VPN-tenging verið sú leið sem liggur beinast við þegar sú aðstðaða kemur upp. Eins og margir kannast eflaust við getur slíkt pirrað betri helminginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar

Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að passa upp á hagsmuni Íslands

„Við vitum ekki á þessari stundu nákvæmlega hvaða fyrirtæki munu bjóða í rekstur Icelandic Group í Bandaríkjunum. Við vitum það á morgun [í dag],“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins. Lokafrestur til að skila inn tilboðum rann út á miðnætti að bandarískum tíma, það er klukkan fjögur liðna nótt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nauðsynlegt að skipta um mynt

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins á dögunum að hann væri sannfærður um nauðsyn þess að Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða greiðslur til að jafna launamun

Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins.

Innlent
Fréttamynd

Óku burt á milljóna króna rafmagnslest

Rafmagnsknúinni smálest var stolið úr geymslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í fyrrinótt og henni ekið út um sundurklippta girðingu. Lögregla fann lestina við leikskóla í grenndinni eftir skamma leit. Hún varð ekki fyrir teljandi skemmdum.

Innlent
Fréttamynd

Mun tengja öll apótek fyrir árslok

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa hafið rafræna miðlun upplýsinga um réttindastöðu sjúklinga til almennings og veitenda heilbrigðisþjónustu. Er þar meðal annars átt við lækna og apóteka, bæði í gegnum þjónustugáttir stofnunarinnar og með rafrænni tengingu.

Innlent
Fréttamynd

Vilja úttekt á bótum rokkara

Félagar í vélhjólaklúbbunum Vítisenglum og Bandidos, svokallaðir „rokkarar“, þáðu um 30 milljónir danskra króna, að jafngildi um 650 milljóna íslenskra, í opinbera framfærsluaðstoð á fyrri helmingi ársins.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri steinar í götu viðræðna

Ísraelsk stjórnvöld gáfu í gær út heimild til þess að reisa 1.100 nýjar íbúðir í austurhluta Jerúsalem, borgarhluta sem Ísraelar hertóku árið 1967. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og hyggjast hafa þar höfuðborg sína.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur höfðu betur

Evo Morales, forseti Bólivíu, ákvað á mánudag að fresta framkvæmdum við þjóðveg sem leggja átti þvert yfir þjóðgarð og sjálfstjórnarsvæði frumbyggja.

Erlent
Fréttamynd

Berlusconi bað hann að ljúga

Ítalski kaupsýslumaðurinn Giampaolo Tarantini hefur verið látinn laus úr fangelsi, þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki reynt að kúga fé út úr Silvio Berlusconi forsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Papandreú biðlar til þýskra stjórnvalda

„Ég ábyrgist það að Grikkland mun standa við allar sínar skuldbindingar,“ sagði Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, nýkominn til Berlínar í gærmorgun til að ræða við Angelu Merkel Þýskalandskanslara.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ljósleiðari og raflína lögð að Veiðivötnum

Lagning rafmagnslínu og ljósleiðara upp í Veiðivötn og Snjóöldu á að stórbæta öryggi manna á svæðinu. Um er að ræða samvinnuverkefni Neyðarlínunnar og Veiði- og fiskiræktarfélags Landmannaafréttar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki skapi sátt með jafnlaunastaðli

Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey

"Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. "Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig.“ Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott.

Innlent
Fréttamynd

Hálft annað hundrað lærir japönsku

Aldrei hafa fleiri nemendur í grunnskólum landsins lært ensku, en 78,9 prósent nemenda stunda það nám. Framhaldsskólanemendur læra að meðaltali 1,41 tungumál skólaárið 2010 til 2011. Áhugi á japönsku eykst, 148 lærðu það tungumál 2010 til 2011, en þeir voru 114 veturinn á undan. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Innlent