Viðskipti innlent

Nauðsynlegt að skipta um mynt

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórnarformaður Marels, sagði á fundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins á dögunum að hann væri sannfærður um nauðsyn þess að Ísland verði hluti af stóru myntbandalagi.

Þar sem 60 prósent af útflutningi Íslendinga fari til Evrópulanda væri þá ráðlegast að taka upp evru. Árni Oddur sagðist einnig þeirrar skoðunar að íslensk matvara væri að verða samkeppnishæf á alþjóðavísu. Því gætu falist tækifæri í því að ganga í ESB til að fá aðgang að þeim markaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×