Augljóst að bjóða bar út kaup lögreglunnar 28. september 2011 04:00 Sveinn Arason Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Viðskipti löggæslustofnana upp á 91,3 milljónir króna við fjögur félög í eigu lögreglumanna eða venslamanna þeirra eru gagnrýnd í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar sem vill að innanríkisráðuneytið segi til um hvort það samrýmist störfum lögreglumanna að eiga eða starfa hjá fyrirtækjum í viðskiptum við löggæslustofnanir. Ríkisendurskoðun rannsakaði innkaup lögreglunnar á árunum 2008 og 2011 vegna ábendingar sem barst utan frá. Aðallega er um að ræða kaup á búnaði og vörum á borð við gasgrímur, piparúða, óeirðabúninga og kylfur. Eitt félagið heitir Trademark ehf. Það er í eigu eiginkonu lögreglumanns hjá ríkislögreglustjóra. Viðskiptin við Trademark námu 39 milljónum. 30,4 milljónir voru greiddar til Landsstjörnunnar ehf. sem er í eigu foreldra manns sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar stærstur hluti viðskiptanna fór fram. Félagið Hiss ehf. er í eigu lögreglumanns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðskipti Hiss við lögregluna og Lögregluskólann námu samtals 20,8 milljónum. Þá námu ýmis smá viðskipti við félagið Hindrun ehf. 1,1 milljón króna. Hindrun er í eigu eiginkonu yfirlögregluþjóns á Akranesi. Stærstu innkaupin voru á vegum ríkislögreglustjóra, Lögregluskólans, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum. Árin 2008 til 2011 námu viðskipti þessara aðila við félögin samtals 82 milljónum króna. Ríkisendurskoðun segir að í desember 2009 hafi Ríkislögreglustjóri keypt búnað fyrir óeirðalögreglu af Trademark ehf. fyrir 12,9 milljónir króna. Bjóða eigi út innkaup fyrir meira en 6,2 milljónir. Ríkislögreglustjóri hafi skipt viðskiptunum í þrjá hluta og telji því þau ekki útboðsskyld. Ríkisendurskoðun segir hins vegar að samkvæmt lögum um opinber innkaup sé „óheimilt að skipta viðskiptum upp í því skyni að að þau verði undir viðmiðunarmörkum útboðsskyldu".Haraldur JohannessenÞví er þannig hafnað að um hafi verið að ræða þrenn viðskipti við Trademark. Allur búnaðurinn sé í sama flokki og teljist því ein vara. „Í samræmi við þetta telur Ríkisendurskoðun augljóst að Ríkislögreglustjóra bar að bjóða kaupin út." Í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra segir að innkaup á gasi og öðrum óeirðabúnaði fyrir lögregluna hafi verið „skyndiinnkaup vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar efnahagshrunsins" og að „ómögulegt" hafi verið „að láta útboð fara fram undir þeim kringumstæðum sem þá ríktu í þjóðfélaginu". Haft hafi verið samráð um málið við dómsmálaráðherra. Fram kemur hjá Ríkisendurskoðun að stofnanir hafi vísað í tilmæli frá ríkislögreglustjóra um val á söluaðilum. Lögregluskólinn hafi í desember 2010 greitt 12,7 milljónir króna fyrir búnað frá Trademark. Meðal annars hafi skólinn keypt sams konar kylfur og ríkislögreglustjóri keypti af fyrirtækinu mánuði fyrr. Skólinn hafi borgað 30 prósentum hærra verð fyrir grímurnar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira